Opið bréf öryrkja til Bjarna Ben
Skoðað: 1716
Smá vangaveltur frá lítilli geðvondri konu sem skilur ekki afhverju við getum ekki búið til betra samfélag fyrir alla.
Elsku Bjarni Benediktsson. Takk fyrir þetta frábæra svar þitt við myndbandi Öryrkjabandalagsins.
Það er vinna að vera veikur og það veit hver einasti maður sem hefur gengið í gegnum það. Mér finnst svo ótrúlega sorglegt að okkar eigin fjármálaráðherra leggi ábyrgðina á okkur. Öryrkjana. Að til þess að við getum fengið hjálp þá sem þarf þurfi bara nokkur þúsund manns að hætta að vera öryrkjar. Því þau eru örugglega bara að misskilja, þau eru ekkert öryrkjar. Þau vilja örugglega bara lifa á lúsalaunum og hafa áhyggjur af afkomu sinni og barna sinna. Það er svo ótrúlega heillandi. Finnst líka áhugavert að lausnin sé að fækka öryrkjum en að kerfið ætli ekki að gera neitt til þess að bæta sína þjónustu. En eins og ég sagði áðan. Ég er enginn sérfræðingur. Ég er bara öryrki.
Færsla Unnar Regínu í heild sinni.
Skoðað: 1716