Neysluviðmið stjórnarráðsins ekki verið uppfærð síðan 2019
Skoðað: 1620
Hvað hafa vörur og þjónusta ásamt húsaleigu hækkað mikið síðan 2019, var spurning sem kastað var fram á samfélagsmiðlum og fólk hefur aðeins verið að velta því fyrir sér. Undirritaður fór á vef stjórnarráðsins því þar var sett upp reiknivél árið 2018 til að halda utan um kostnað fólks varðandi heimilshald og reksturs heimilis reyndar að húsnæðiskostnaðinum sjálfum slepptum.
Furðuleg ráðstöfun því þar hefði mátt hafa dálk þar sem fólk hefði fyllt sjálft inn í upphæð leiguverðs og þannig séð raunkostnað sinn við heimilisreksturinn.
2019 var reiknivélin uppfærð og löguð aðeins til en húsnæðisliðnum enn sleppt og ekki gefin möguleiki á því að hafa hann með nema reikna hann inn eftir á, en árið 2019 kostaði það 2 fullorðna einstaklinga búsetta í bæjarfélagi úti á landi 284.317,- krónur á mánuði að lifa af. Þetta voru sem sé ein og nærri hálf laun öryrkjans. Á þessum tíma kostaði þriggja herbergja íbúð, 80 fm á Selfossi í kringum 165 þúsund krónur á mánuði. Samanlagt gera þetta rétt um 450 þúsund á mánuði í útlagðan kostnað.
Þetta var 2019 og reiknivélin hefur ekki verið uppfærð þrátt fyrir að allar forsendur hafi verið til staðar að gera þá á að minnsta kosti sex mánaða fresti enda hafa hækkannir á vöru og þjónustu svo ekki sé talað um húsnæðiskostnaðinn, hækkað svo mikið að þeir sem lægstar hafa tekjurnar hafa ekki lengur efni á að leigja sér mannsæmandi húsnæði en verða að láta sér linda að búa í mygluðum kjallaraholum, ólöglegum íbúðum í innréttuðum bílskúrum og geymslum eða ólöglegu iðnanarhúsnæði þar sem það er í lífshættu alla daga og allar nætur vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana eins og brunavarna.
Það þarf í fullri alvöru að gera ráðafólki þjóðarinar ljóst að svona lagað gengur ekki lengur og sú staðreyndn að ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli endalaust snúa brúna auganu að þeim sem voga sér að minnast á ástandið eða minna Katrínu, Bjarna Ben og Sigurð Inga á fátæktina í landinu og orð Katrínar þegar hún sagði að fátækt fólk ætti ekki að þurfa að bíða eftir réttlæti því að með því að biðja fók að bíða eftir réttlæti væri það sama og neita því um réttlætið, en fátækasta fólkið er búið nú þegar að bíða í hátt í fimm ár eftir þessu réttlæti hennar sem aldrei mun koma.
Í dag er fyrsti maí, baráttudagur verkalýðsins og Skandall.is óskar öllum sem berjast af heilindum fyrir bættum kjörum láglaunafólks og réttlæti fyrir öryrkja og aldraðra til hamingju með daginn og með baráttuna.
Við gefumst aldrei upp á að berjast fyrir því að réttlætið náí fram að ganga.
Skoðað: 1620