Neyðarkall móður! Enginn læknir vill hjálpa honum

Skoðað: 5635

Á síðasta sentimetra lífs síns aðeins 27 ára gamall.

Hann er 27 ára langt leiddur fíkill og er á síðustu sentimetrunum vegna ofneyslu.
Móðir hans sendi út neyðarkall í dag þar sem staðan hjá honum hefur aldrei verið eins slæm og núna og þau koma allsstaðar að lokuðum dyrum.
Fara ítrekað uppá bráðamóttöku dag eftir dag. Nú er hann lyfjalaus. Og enginn læknir sem vill veita aðstoð.

Inga Lóa Birgisdóttir birti færslu á facebook í dag þar sem hún lýsir ástandinu.

Nú er vakning!
Vakning um að fræða unga einstaklinga um þá miklu hættu sem af fíkniefnefnum stafar.
Og er það eitt og sér af hinu góða.
En alvaran er mikil ef einstaklingur stígur þessi skref í átt að helvíti. Þetta helvíti spyr ekki um stétt eða stöðu. Þetta er sjúkdómur sem þú veist ekki hvort þú hefur fyrr en þú prófar.
Þetta er Rússnesk rúlletta sem allt of margir, alltof ungir, einstaklingar eru að spila á hverjum einasta deigi. Og deyja laangt fyrir aldurfram.
Við erum að horfa á heila kynslóð ungs fólks þurrkast út.
Ég skrifa þetta hér því ég á einn slíkann.

Sonur minn er 27 ára langt leiddur fíkill. Sem nú nýverið vaknaði til lífsins eftir rúmlega 4 sólarhringa dá vegna ofneyslu. Og það tók rúma 2 sólarhringa að vekja hann og ná honum hingað til baka aftur (hann var 1/2 hinummeiginn, þó það væri búið að vekja hann)
Þetta er ekki að gerast í fyrsta skiptið, hann hefur verið að lenda í flogi og hjartastoppi/flökti síðustu vikur/mánuði í neysluni, en þetta er í fyrstaskiptið svona alvarlegt. Hann var með samfallið lunga og samfallinn lungnavef mikla stækkun á hjartavöðva og svæsna lungnabólgu.
Hann var illa haldinn á spítala í 10 daga eftir þetta síðasta áfall. (Hefði klárlega þurft að vera lengur) Og er nú búinn að fá “loka dóminn”
Læknit á stofugangi sagði: Ef hann fellur einusinni enn þá er hann farinn. “hann er með hjarta á við áttræðan mann og nýru og lungu ekki að vinna sitt verk að fullu.

Læknir hefur líka sagt mér að eftir svona lagað sé eðlilegt að viðkomandi verði brjálaður þegar hann loks kemur til sjálfs síns. Sem gerðist einmitt í þessu tilfelli. Hann var í kjölfarið af því sviftur tímabundið til að vernda hann (72klst) og vistaður á geðdeild. Þar fékk hann ekki súrefnis aðstoð eins og hann hefði samt þurft. Þessari vernd var svo aflétt eftir 24 klst. „Afþví hann vildi fara“. Hvaða bull er það. Þarna var ég og öryggisvörður stödd. Við litum á hvort annað og hristum hausinn. Ástandið var það slæmt að aðrir 72 tímar í vernd hefðu skipt miklu máli uppá bata.
Hann féll svo aftur á föstdegi eftir útskrift. ss 1/2 mánuði eftir síðasta overdose.
Síðan þá höfum við ítrekað farið uppá bráðamóttöku. En alltaf send út aftur. Lyfjalaus, úrræðalaus og hjálparlaus. Læknir ráðlagði meira að seigja að kaupa lyf á svörtu og reyna að minnka við sig sjálfur. EINMITT!!!!
Hann hefur viljann núna. Og er skít hræddur. (eðlilega)

Hann er að reyna að trappa sig sjálfur niður af oxycontin sem hann féll í . En er að gera það of hratt og getur það einnig verið hættulegt að sögn læknis. En samt er eingin hjálp á næsta leiti. Hann er heimilislaus, en eftir síðustu sjúkrhússferð hef ég og frænka hans reynt að skipta með okkur vöktum og “passað” hann eins og lítið barn. Hann er hræddur og viljugur, en standa eingar dyr opnar. Hann fær ekki innlögn til að aðstoða hann að trappa sig rólega niður á þessu lyfi og öðrum lyfjum sem hann hefur notað til að halda sér í jafnvægi, í “vernduðu” umhverfi.
Við höfum gripið til þess ráðs að kaupa lyf á svörtum markaði. En það er dýrt og ekki hægt til lengdar. Að hætta snögglega á þeim lyfjum sem hann hefur verið á, getur valdið alvarlegum krampa og flogaköstum sem leitt geta til dauða.

Skilyrði fyrir innlögnum á meðferðarheimili hér er að hætta á þessum lyfjum. Sem samt er ekki ráðlagt af lækni að hann geri einn og sér og sjálfur. Og ekki er ég eða frænka hanns meðferðaraðilar. Og höfum því síður aðgang að lyfjum til að vinna það verk. Það tekur líka langan tíma að trappa svona lyf niður. Talað er um jafnvel eitt ár eftir svona langa notkun. En það er ekki í boði á afeytrunnarstöðvum hér á landi.
Hann er mjög ofvirkur og kvatvís, á til að detta í þunglyndi og sjálfsvígs hugsanir og tilraunir.

Það er ekki alltaf hægt að seigja að hann sé svo erfiður einstaklingur. HANN ÞARF HJÁLP! Hann er búinn að prófa allskonar lyf til að geta hætt á þessu. En alltaf sjálfur með sínum lækni. En hefur þá ekki þetta fasta utanumhald. Hann þarf klárlega að vera á lyfjum vegna sinnar ofvirkni og upp og niður sveiflna, en ekki henntar að svissa þeim bara út fyrir annað. (ég er ekki sérfræðingur samt. En veit að þetta hefur verið reynt. Og endar þá í geðrofi).
Eins og staðan er núna. Er hann ekki á síðustu metrunum, heldur frekar sentrimetrunum. Við erum búnar að standa vaktina dag og nótt í 2 vikur. Hringja og ýta á alla takka sem okkur dettur í hug. Fara ítrekað uppá bráðamóttöku dag eftir dag. Nú er hann lyfjalaus. Og einginn læknir sem vill veita aðstoð. Þessvegna skrifa ég þetta bréf. Þetta er NEIÐARKALL!!!!!!!!!!!!

Á morgun, ef það verður ekki of seint. Hringi ég aftur á alla staði.
Með von í hjarta um skjóta og góða aðstoð.

Það skalt síðan bent á þá staðreynd að læknar skuldbinda sig með læknaeiðnum að aðstoða alla sem til þeirra leita og geti þeir það ekki vegna þekkingarleysis eða ónógrar menntunnar skuli þeir vísa viðkomandi sjúkling til sérfræðings.
Læknir sem neitar sjúklingi á þeim forsendum að hann sé of “erfiður” ætti að leita sér að öðru starfi því slík framkoma á aldrei að fá að líðast á heilbrigðisstofnunum íslands.

Því hefur reyndar verið hvíslað innan heilbrigðisstéttarinnar að það hafi komið sú skipun frá einhverjum heilbrigðisráðherra, ekki bara einum svo vitað sé, heldur fleirum á árunum eftir hrun, að setja fíkla, öryrkja og gamalmenni í þriðja sæti þegar kemur að þjónustu við þessa hópa og miðað við það sem fólk hefur séð og upplifað af íslenska heilbrigðiskerfinu þá getur þetta alveg staðist því hvergi eru frávísanir fleiri en þegar kemur að fíklum og geðsjúkum.

Steinunn Þóra Árnadóttir hélt því fram í andsvari sínu á fimmtudaginn að allir væru jafnir fyrir augum opinberra starfsmanna og að þeir gerðu ekki upp á milli fólks en það verður að segjast eins og er að þetta dæmi sannar algjörlega hvað hún hefur rangt fyrir sér.

Þeir sem vilja styrkja vefinn er bent á að upplýsingar þess efnis er að finna hérna.

Skoðað: 5635

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir