Miðstjórn ASÍ styður kröfur ÖBÍ

Skoðað: 1677

Miðstjórn ASÍ samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. nóvember 2020.

Tryggjum afkomuöryggi allra
Miðstjórn Alþýðusambandsins styður kröfu Öryrkjabandalags Íslands um að endurhæfingar- og örorkulífeyrir verði hækkaður svo að hann fylgi kjarasamningsbundnum taxtahækkunum. Ekki er hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfgetu sé haldið í fátækt. Slíkt er ekki sæmandi á landi sem kennir sig við velferð og jöfnuð. Einnig er mikilvægt að samstundis verði dregið úr skerðingum í örorkulífeyriskerfinu svo að fólk með skerta starfsgetu eigi möguleika á því að vera á vinnumarkaði og bæta kjör sín með launaðri vinnu.

Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efnislegum skorti. Fólk með örorku, fjölskyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir réttlæti. Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld axli pólitíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sanngirni og skilningi.

Skoðað: 1677

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir