Mannréttindi margbrotin á fötluðum manni

Skoðað: 2229

Erling Smith.
Myndin er af fésbókarsíðunni “Við erum hér líka”.

Á ég að sætta mig við að sveitarfélagið vildi ekki endurnýja NPA-samninginn minn og lokaði mig hér inni?

Á ég að sætta mig við að lifa hér eins og fangi?

Á ég að sætta mig við að sitja allan daginn í óþægilegum stól sem er ekki gerður til að sitja í allan daginn, alla daga?

Á ég sætta mig við að hafa litlar sem engar tekjur?

Á ég að sætta mig við að fá ekki að búa hjá fjölskyldunni minni?

Á ég að sætta mig við að búa í samfélagi þar sem er í raun ekki pláss fyrir mig?

Fólk hlustar ekki, lætur eins og ég sé ekki til.

Þetta og svo miklu meira eru spurningar sem Erling Smith spyr sig á hverjum degi og eins líka af hverju sveitarstjórn Mosfellsbæjar fer ekki að lögum um NPA þjónustu fyrir hann.

Saga hans gæti orðið saga þin sem þetta lest og ert fullfrísk/ur í dag því í einu vetfangi var öllu hans lífi umturnað á einu kvöldi þegar hann lenti í slysi sem varð til þess að hann er í dag lamaður frá hálsi og niður úr eftir læknamistök að hluta og mistök í endurhæfingu sem gerðu líf hans verra en vera þyrfti.

Látum Erling lýsa þessu í viðtali sem tekið var við hann og birt á fésbókarsíðunni “Við erum hér líka“, Huldufólkssögur úr nútímanum.

Skoðað: 2229

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir