Kerfisbundin rányrkja bankana á almenningi með allskonar gjöldum
Skoðað: 4429
Það er með ólíkindum hvernig bankarnir í landinu notfæra sér allskonar gjöld og álögur til að hafa fé af fólki í formi allskonar þjónustugjalda. Það er talað um að þetta sé einstakt í heiminum hvernig ótrúlegustu gjaldaliðum er stöðugt bætt við til að hafa fé af almenningi, gjöld sem þekkjast ekki í öðrum löndum þar sem þú greiðir fast árgjald til bankans fyrir kortin sem þú færð og aðgang að heimabanka. Færslugjöld við hverja úttekt af kortinu þekkjast ekki hjá bönkum á hinum norðurlöndunum samkvæmt því sem Skandall hefur komist að með fyrirspurnum til almennings og banka erlendis.
Við skulum taka dæmi sem var birt af þeim gjöldum sem íslenskir bankar innheimta af “viðskiptavinum” sínum hér á landi.
Tilkynningargjald
Seðilgjald
Úttektargjald
Úrvinnslugjald
Umsýslugjald
Umsjón
Innheimtukostnaður
Þóknun
Dráttarvextir
Hraðbankagjald
Debetkortagjald
Vörsluþóknun
Útskriftargjald
Þóknun vegna peningaúttektar innanlands
Svargjald bankaþjónustu
Greiðslugjald
Greiðsluseðlagjald
Kortagjald
Milliinnheimtuþóknun
Þjónustugjald
Innheimtuviðvörun
Greiðsluáskorun
Birting greiðsluáskorunar
Innheimtuþóknun
Vextir á verðbætur
Banka- og seðilgjald
Skuldfærð þóknun
Á ársgrundvelli geta þessi gjöld kostað einstaklinga tugi og jafnvel hundruð þúsunda og það eru upphæðir sem skiptir fólk á lægstu tekjunum í þjóðfélaginu gífurlegu máli.
Það er hreint ógeðslegt að horfa upp á siðferði bankana með sína okurvexti sem skila hagnaði upp á tugi ef ekki hundruð milljarða á ári sem renna beint í vasa eigenda þeirra þó svo ríkissjóður fái sinn skerf, þá er aldrei hægt að nota þann hagnað almenningi til góðs.
Læt fylgja hér með smá sögu sem hefur gengið á samfélagsmiðlum undanfarin misseri um siðferðið í viðskiptum því það er nokkuð ljóst að bankastjórinn yrði seint sáttur við það ef fisksalinn hagaði sér eins og hann.
Bankastjóri kemur inn í fiskbúð.
B: – Góðan daginn hr. fisksali
F: – Góðan daginn hr. bankastjóri, hvað má bjóða þér í dag?
B: – Hvað kostar nætursöltuð ýsa?
F: – Hún kostar 2000 kr. kílóið
B: – Þá ætla ég að fá eitt kíló takk.
F: – Já það gera 2500 kr.
B: – En þú sagðir að kílóið kostaði 2000 kr.
F: – Afgreiðslugjald er 500 kr.
B: – Nú jæja, gerðu svo vel, hér er fimmþúsundkall.
F: – Takk fyrir, hérna kemur nætursaltaða ýsan og afgangurinn
B: – Nei ! Bíddu hægur, hérna eru bara 2000 kr., það vantar 500 kall uppá
F: – Við erum með 500 kr. gjald fyrir að skipta peningum.
B: – Þetta er bara dónaskapur hr. fisksali !!
F: – Laukrétt hr. bankastjóri.
Það er nokkuð ljóst að verslun eða kaupmaður sem hagaði sér með sama hætti og bankarnir yrðu fljótlega að loka því almenningur mundi hætta öllum viðskiptum við þá verslun eða kaupmann. Af hverju heldur fólk áfram að versla við banka sem haga sér svona?
Skoðað: 4429