Íslandsbanki fær það óþvegið frá viðskiptavinum vegna herferðarinar “Það er hægt”
Skoðað: 5043
Herferð Íslandsbanka, “Það er hægt” fær misjafna dóma hjá landsmönnum en fjöldinn allur af fólki hefur verið fengið til að tjá sig um verkefnið og mæla með því inni á viðskiptahluta vísis.is.
Þar stígur fólk fram og segir sína sögu af fyrstu kaupum sínum á íbúðarhúsnæði en allir sem koma fram tala um hvað þetta hafi verið erfitt en gaman, hvað fólk þurfti mikla hjálp frá baklandi sínu eða leggja á sig mikla vinnu og neita sér um ýmsa hluti meðan á þessu stóð.
En það eru svo sannarlega ekki allir sáttir við þessa herferð og einn af þeim er Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga. Hans saga er svolítið öðruvísi og hann er ekkert að fela sannleikann um þá okurlánastarfsemi sem lánakerfi íslenskra banka er í raun og veru og deildi þeiri reynslu sinni í facebookfærslu sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt rúmlega 360 sinnum, en hana má lesa hér neðst í pistlinum.
Ég man þegar ég fékk fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð í heimsókn til mín fyrir nokkrum árum, einmitt út af þessum lánamálum okkar Íslendinga. Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt!
Þeir sem fara í banka erlendis og reyna að útskýra hvernig lánakerfi íslensku bankana virkar eru oftar en ekki sakaðir um að vera að ljúga að þetta sé svona. Það trúa nefnilega engir því að lánastarfsemi hjá íslenskum bönkum sé verri og dýrari en hjá “La Cosa Nostra” sem þó er þekkt fyrir okurlánastarfsemi og borgi skuldarar ekki, þá eru þeir drepnir. Sama gildir á íslandi og íslenska bankakerfinu nema fólk er ekki myrt heldur er fjárhagslegt líf þess drepið af bankamafíunni hér á landi með þeim hætti að lendir þú í vanskilum og getur ekki borgað er allt hirt af þér og haldið áfram að rukka þig fram í rauðan dauðann þangað til þú gerir lánastofnunni þann greiða að hengja þig, skjóta eða ganga í sjóinn því bankarnir hafa nefnilega yfir að ráða fyrirtæki sem heitir Credit Info og það heldur þér á svörtum lista lánastofnana til æviloka svo þú getir nú aldrei fengið lán og komist út úr krísunni.
Starfsmenn erlendra banka trúa þessu ekki því verðtryggingin er eitt af því sem þeir geta alls ekki skilið á neinn hátt annan en þjófnað þar sem lagðir eru vextir á vextina af höfuðstóli lánana.
Mafíustarfsemi og glæpastarfsemi eru þeirra orð þegar þeir átta sig á því hvernig þetta virkar.
Ekki nema von að erlendir bankar kæri sig ekkert að koma í samstarf við íslanska banka því erlendir bankar eru vandir að virðingu sinni og skipta helst ekki við glæpasamtök sem okra á almenningi og hrekja fólk út í gjaldþrot með vaxtastefnu sinni.
Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beina orðunum til bankanna.
Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan“
Segir Birgir í niðurlagi færslu sinnar og tökum við á Skandall undir með honum því svona herferðir eru ógeðslegar, siðlausar og sýna vel þá græðgishyggju sem leynist í því viðbjóðalsega lánsumhverfi hér á landi sem engin siðmenntuð þjóð vill leggja lag sitt við eða vera í samstarfi með.
Það er vel við hæfi að benda fólki á að smella á færslu Birgis og lesa allar þær fjölmörgu umsagnir sem komið hafa við færslu hans.
Skoðað: 5043