Spítalaheimsókn í Turku — eruð þið ekki örugglega með posa?
Skoðað: 4554
Við rákum augun í færslu á fésbókinni frá manni sem er staddur í Turku í Finnlandi og lenti í þeim aðstæðum að hann varð að leita til læknis og til að fá lyf við sýkingu í auga.
Þegar skoðaður er munurinn á heilbrigðiskerfinu í Finnlandi og á Íslandi renna tvær grímur á lesandan enda er búið að telja fólki út um allan heim að á íslandi sé algjörlega gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og þar séu allir brosandi með eyrun aftur á hnakka af hamingju.
Þessi frásögn segir allt aðra sögu.
Spítalaheimsókn í Turku — eruð þið ekki örugglega með posa?
Síðustu daga hafa augnlokin á mér, sérstaklega á vinstra auganu, bólgnað út og valdið mér miklum óþægindum. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem myndi bara lagast af sjálfu sér á tveimur til þremur dögum ef ég slakaði á og reyndi að sofa vel. En í dag var fjórði dagurinn frá því að þetta byrjaði að angra mig og augnlokin orðin enn rauðari, þrútnari og harðari.
Um eitt leitið fór ég því út í apótek og hugðist kaupa augndropa. Þar sem ég er ekki sleipur í finnskunni ákvað ég að fara að búðarkassanum að spyrja ráða. Þar er mér vísað til sætis hjá ráðgjafa sem ég lýsti raunum mínum fyrir. Hún sagði að auðvitað gæti hún selt mér allskonar fína augndropa en eina gagnið sem ég hefði af því væri að bleyta augun svo að mér liði betur í stundarkorn. Til að kaupa dropa sem gætu hjálpað í svona slæmu tilfelli þyrfti að fá resept.„En ég er útlendingur og veit ekkert hvað ég á að gera” sagði ég. Apotekarinn sagði mér þá að fara bara á sjúkrahúsið. Þeir myndu vita það. En svo vel vill svo til að háskólasjúkrahúsið hér í Turku er hinummegin við götuna þar sem ég dvel. Þetta er líklega svolítið stærri spítali en Landspítalinn í Reykjavík. En ég vissi hvar aðalinngangurinn var og rölti þangað.
Þar tók ég númer sem ég hélt að væri fyrir upplýsingadeskið. En þegar númerið kom upp var ég leiddur inn í viðtal hjá hjúkrunarfræðingi. Ég sagði henni raunir mínar og langaði að vita hvert ég ætti að snúa mér. Hún sagði að ég yrði greinilega að hitta lækni og setti án frekari málalenginga strikamerkisarmband á mig. Ég fékk mér svo sæti í biðstofu og bjó mig undir langa bið innan um organdi börn, þjáða ellilíeyrisþega og þreytta og stressaða hjúkrunarfræðinga á hlaupum innan um vansvefta læknakandídata og uppgefna lækna.
En þetta er skrítinn spítali. Þarna var allt starfsfólk sem ég sá afslappað, stutt í brosið, eingin á hlaupum og enginn uppgefinn.
Er ekki komin tími til að leiðrétta þessar lygar íslenskra ráðamanna?
Skoðað: 4554