Ósvífnin er algjör

Skoðað: 3614

Sorglegt en satt.

Að ljúga að lífeyrisþegum og svíkja alltaf svokallaðar kjarabætur til þeirra er eitt af einkennum þeirra sem þjást af hinni ólæknalegu siðblindu.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra íslands og formaður sjálfstæðisflokksins er holdgefingur siðblindunar því það er ekki hægt að treysta eða trúa einu orði sem frá þessum manni kemur eins og reynslan hefur sýnt og sannað.

Nýjasta dæmið er þessi svokallaða skattalækkun til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar samkvæmt grein sem Arnór Ragnarsson skrifar í Moggann í dag.

Eldri borg­ari sem er með 300 þúsund kr. tekj­ur í dag fær útborgað kr. 246.627 krón­ur þ.e. 36,94% skatt­ur­inn er 110.820 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 56.447 krón­ur.

Á næsta ári lít­ur dæmið svona út: Skatt­ur­inn af 300 þúsund­un­um er 35,04% eða 105.120 krón­ur og per­sónu­afslátt­ur­inn 51.265 krón­ur. Eft­ir standa 246.145 krón­ur, eða 482 krón­um minna en á þessu ári. Tel­ur ráðherr­ann boðlegt að bjóða okk­ur eldri borg­ur­um upp á þess­ar fals­frétt­ir og skil­ur hann nú af hverju fylgið hryn­ur af Sjálf­stæðis­flokkn­um?

Það má líka benda á það að alþingi ákveður ekki alla skatta sem lagðir eru á borg­ar­ana. Til er skatt­ur sem heit­ir fast­eigna­gjöld sem er auðvitað bara auka­útsvar sem bæj­ar­fé­lög­in leggja á íbú­ana. Það veit eng­inn fyr­ir hvað er verið að borga. Þetta kem­ur auðvitað til af því að hlut­ur bæj­ar­sjóðanna af skatta­kök­unni er of lít­ill. Þessi gjöld hækka ár frá ári mun meira en hefðbundn­ar verðvísi­töl­ur.

Ég vona að þetta verði eitt­hvað lagað í meðför­um þings­ins og hvar eru hinir her­skáu for­ystu­menn verka­lýðsfor­yst­unn­ar? Ætla þeir enn einu sinni að láta sína fyrr­ver­andi fé­laga sitja í súp­unni?

Fleiri hafa gagnrínt þessar skattalækkannir og kallað þær svik við lífeyrisþega og lægst launaða fólkið í landinu enda sé verið að hækka skatta en ekki lækka þá.

En við hverju er svo sem að búast frá manni sem hefur ekki hið minnsta fjármálavit og lét afskrifa 130 þúsund milljónir af fyrirtækjum í eigu fjölskyldu sinnar sem hann hafði yfirumsjón með, á reikning almennings á íslandi?
Siðferði Bjarna er nákvæmlega ekki neitt og siðblinda er ólæknandi.

Skoðað: 3614

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir