Iðnó í kvöld klukkan 17:30. Þú mætir!

Skoðað: 2099

Við minnum fólk á að mæta í Iðnó í kvöld klukkan 17:30 þar sem lesnar verða upp spillingarsögur og einnig verða pallborðsumræður um spillingu, hvað er spilling og hvernig spilling hefur áhrif á allt samfélagið sem við búum í.

Björn Leví Gunnarsson les upp úr nafnlausum spillingarsögum sem hafa borist í kjölfar ákalls hans eftir sögum um spillingu í íslensku samfélagi.

Hallgrímur Helgason talar út frá Samherjamálinu, um samherja Samherja, samvisku sjávarútvegarans og reynir af veikum mætti að sjá fyrir sér handtöku Þorsteins Más Baldvinssonar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fjallar um spillingu sem viðgengst á Íslandi, Samherjamálið og Kristján Þór Júlíusson, vernd uppljóstrara og hugmyndir Pírata um varnir gegn spillingu.

Smári McCarthy mun ræða ólíkar birtingarmyndir spillingar í alþjóðlegu samhengi.

Skoðað: 2099

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir