Hvar voru ÖBÍ og Sjálfsbjörg fimmtudagin 3. mars síðastliðin?
Skoðað: 6401
Fimmtudaginn 3. mars síðastliðin var blásið til mótmæla fyrir utan TR á Laugavegi og Sjúkratrygginga Íslands við Vínlandsleið í Grafarholti til að sýna fram á hvernig þessar stofnanir vinna grímulaust á móti fötluðum einstaklingum í þjóðfélaginu, neita þeim um nauðsynleg hjálpartæki sem auðvelda viðkomandi að lifa sem eðlilegustu lífi. Sem dæmi um hvað neitunarvaldið er sterkt hjá SÍ hvað varðar hjólastóla, þá var sýndur stóll sem er í fullri notkunn þar sem grindin í honum var brotin en hafði verið bundin saman með gömlum sokk svo hægt væri að nota hann.
Annar stóll sem fullorðin kona hefur notað í tvö ár er í barnastærð.
Boðað hafði verið til mótmælana með góðum fyrirvara, þingmönnum og ráðherrum boðið að mæta og kynna sér ástandið, Örorkubandalag Íslands fékk tilkynningu og boð og einnig Sjálfsbjörg sem er aðildarfélag að ÖBÍ og ætti því að standa föstum fótum bak við sína umbjóðendur en sýndi sitt rétta andlit þegar kom að mótmælunum, því enginn, ekki einn einasti af þeim sem hafði fengið boð, hvorki fréttamenn frá blöðum, útvarpi né sjónvarpi, utann einn frá Rúv, þingmen né ráðherrar, forsvarsmenn ÖBÍ eða Sjálfsbjargar mættu á mótmælin, sem því miður vegna lítillar þátttöku voru slegin af fljótlega við Vínlandsleið fyrir utan SÍ og þeir fáu sem þar höfðu mætt fóru beint niður á Laugaveg hvar sat í sínum hjólastól, buguð af vonbrigðum með társtrokin augu, Hjördís Heiða Ásmundsdóttir sem stóð fyrir mótmælunum.
En hvernig stendur á því að Öryrkjabandalagið og Landsbjörg standa ekki á bak við sína umbjöðendur og hvetja sitt fólk til að mæta og sýna stuðning þegar bágum kjörum öryrkjar og brot á fötluðu fólki er mótmælt hvað eftir annað?
Hvar voru ÖBÍ og aðildarfélögin sem eiga að vera bakhjarl öryrkja og alraðra við mótmælin fyrir framan Alþingi í Desember síðastliðnum þegar ríkisstjórn Íslands braut lög og stjórnarskrárbundinn rétt á öryrkjum og öldruðum þegar þeim var neitað um lögbundnar, afturvirkar hækkannir bóta almannatrygginga eins og lög segja til um?
Af hverju stóðu þessi félög ekki með skjólstæðingum sínum eins og þeim ber að gera?
Getur það verið að forsvarsfólk þessara félaga sé einfaldlega á of góðum launum til að setja sig spor félagsmanna sinna og það sé þess vegna sem þeir eru ekki í neinum raunverulegum tengslum við skjólstæðinga sína og finnst ekki taka því að styðja við bakið á þeim?
Ef svo er, þá er augljóst að það þarf að stokka upp í stjórn þessara félaga og fá þangað fólk sem er tilbúið að standa með skjólstæðingum þeirra og gera eitthvað í málunum, annað en að senda frá sér fréttatilkynningar á vefsvæðum sínum sem komast aldrei upp á yfirborðið eða í umfjöllun fjölmiðla vegna dugleysis, aumingjaskapar og leti þeirra sem sitja í stjórn þessara félaga.
Það hefur verið talað um það í langan tíma að það þurfi að leggja fram kæru á hendur stjórnvöldum vegna mannréttindabrota til mannréttindadómstóls Evrópu en ekkert gerist í þeim málum hjá ÖBÍ sem þó ætti að hafa haft rænu á að gera það fyrir löngu síðan.
Á hverjum einast degi eru brotin lög og mannréttindi á öryrkjum, öldruðum en ekki þó síst á fötluðum í þessu landi og öllum virðist vera nákvæmlega sama um það.
Skoðað: 6401