Hrollvekjandi framtíðarsýn
Skoðað: 2574
Það er boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö í dag þar sem baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá heldur áfram, sjöunda árið í röð en einnig til að krefjast afsagnar Kristjáns Þórs Júlíussonar vegna mjög náina tengsla hans við Samherja og Þorstein Má Balvinsson forstjóra og eiganda þess fyrirtækis vegna mútumálsins í Namebíu og ætlaðrar spillingar. Einnig er gerð sú krafa að ríkisstjórnin fari frá vegna spillingar, spillingar sem hefur staðið yfir áratugum saman og ekkert breytist og ekkert lagast.
En fengjum við eitthvað betra í staðin fyrir núverandi ríkisstjórn ef kosið yrði, segjum strax á nýju ári?
Ef marka má skoðanakannanir sem birtar voru í vikunni þá er svarið afgerandi nei. Að öllum líkindum sætum við uppi með Sigmund Davíð sem forsætisráðherra og Bjarna Ben áfram sem fjármálaráðherra enda eru Sjálfstæðisflokkurinn með 18,1% og Miðflokkurinn með 16,8% stæðstu flokkarnir á alþingi í dag og gætu því auðveldlega myndað ríkisstjórn með fjórflokka stjórn en yrði þá að fá til liðs við sig Viðreisn með 9,7% fylgi og hinn hundtrygga framsóknarflokk með 9,4% eða Vinstri Græn með 10,6%.
Niðurstaðan yrði alltaf sú sama þegar kæmi að æðstu ráðherraembættunum. Annað hvort Sigmundur eða Bjarni mundu verða forsætis og hinn fjármála.
Einstaklega glæsileg framtíðarsýn það eða hitt þó heldur og þess vegna þarf þjóðin nýja stjórnarskrá
Skoðað: 2574