Hræsni Vinstri Grænna og aumingjaskapur

Skoðað: 6985

MYND: Gunnar Karlsson.

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Þetta sagði  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í september 2017, þá þingmaður í stjórnarandstöðu.

Nú er liðið rúmt ár síðan hún sagði þessi orð og enn bíða fátækir eftir að hún efni loforðið sem hún gaf þeim í aðdraganda síðustu kosninga.  Hún hefur í raun ekkert lagt til eftir að henni tókst að svíkja og ljúga sig í stól forsætisráðherra því það frumvarp sem Halldóra Mogensen flutti og stjórnarandstaðan lagði fram núna á haustþinginu situr í velferðarnefnd og bíður þar afgreiðslu eftir fyrstu umræðu.  Opið er fyrir umsagnir til 18. okt og ætlar Halldóra þá að koma því á dagskrá nefndarinar en í svari við fyrirspurn sem henni var send sagði hún að erfitt væri að spá um hvenær það yrði tekið til annarar umræðu því hvernig og hve lengi meirihlutinn í nefndinni reyndi að stoppa það af eða tefja að það komist á dagskrá, það er að segja VG, Sjallar og Framsókn.

En Kata gerir ekkert nema það sem Bjarni Ben skipar henni og VG að gera.

Í gær var lagt fram bráðabirgðafrumvarp á alþingi um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja en úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindarmála hafði fellt úr gildi nokkur starfsleyfi slíkra fyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum.
Það tók aðeins rúman sólarhring að keyra þau lög í gegn á alþingi.

Hvers vegna er hægt að hygla fyrirtækjum með þessum hætti?
Að keyra í gegn lög á núll einni en réttlætis og mannréttindamál sem snýr að fátækasta fólkinu landinu situr í nefndum og starfshópum mánuðum og árum saman án þess að nokkuð gerist til að bæta stöðu þeirra meðan nefndarmenn maka eigin krók með þrásetunni?
Ef það væri raunverulegur vilji til að laga kjör þessara hópa þá væri það lítið mál, tæki ekki nema sólarhring eins og dæmin sanna.

Bara það að Katrín Jakobsdóttir og VG hafa verið algjörlega steindauð í þessari ríkisstjórn að öðru leiti en því að kvitta þegjandi og hljóðalaust upp á allt sem kemur frá sjallamafíunni þá verður bara að segjast alveg eins og er að annar eins aumingi, ræfill, svíðingur og svikar hefur aldrei áður setið í stól forsætisráðherra á íslandi.

Megi Katrín Jakobsdóttir og aumingjarnir í þingflokki Vinstri Grænna hafa ævarndi skömm fyrir svikin við kjósendur sína og þjóðina alla.
Það væri óskandi að þessi ríkisstjórn liðaðist í sundur sem allra fyrst og VG þurkaðist endanlega út af alþingi.

Skoðað: 6985

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir