Hræsni Bjarna Ben
Skoðað: 2570
Það væri of langt mál að fara í að telja upp alla hræsnina, mótsagnirnar, þekkingarleysið, fjármálaólæsið, siðblinduna, lygarnar og margt annað sem einkennir núverandi fjármálaráðherra þjóðarinar, Bjarna Benediktsson, svo við skulum bara hafa þetta stutt.
Ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir ári síðan.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2013. Rétt rúmu ári áður var eiginkona hans og barn þeirra hjóna hætt komið.
Ég vona að þið virðið það mér til betri vegar þegar ég segi frá eigin brjósti, ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir rúmu ári síðan.
Á slíkum örlagastundum verður forgangsröðunin skýr. Þá veit maður hvernig þeim líður sem hafa örugga heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að forgangsraða uppá nýtt til að geta tryggt öryggi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er grundvallahagsmunamál okkar allra.
Síðan þetta gerðist hefur þessi maður verið fjármálaráðherra, forsætisráðherra í skamman tíma og síðan aftur fjármálaráðherra.
Í þessum ráðherratíðum Bjarna hefur stöðugt verið skorið niður hjá LSH og kröfur um aðhald, meira aðhald og sparnað verið gegnum gangandi röfl í þessum manni sem ekki einu sinni gat rekið olíufélag á fákeppnismarkaði á íslandi öðru vísi en það yrði gjaldþrota undir hans stjórn. Sama má segja um öll fyrirtæki og allan rekstur sem þessi maður hefur komið nálægt og þegar upp er staðið liggur gjalþrotaslóðin eftir hann upp á rúmlega 150 milljarða en afskriftir upp á um 130 milljarða.
Nú er það spekin hjá þessum fjármálasnilling þegar bráðadeild LSH er gjörsamlega sprungin, fólkið sem þar vinnur gjörsamlega útkeyrt og biðin á bráðamóttökunni getur farið upp í og yfir hálfan sólarhring eða meira og bráðveikt og slasað fólk liggur á göngum og salernum, að ástandið þar hafi ekkert með skort á fjármagni að gera.
Ég hef engar upplýsingar séð sem sýna fram á það að vandi bráðadeildarinnar verði leystur með viðbótarfjármagni.
Hvernig sem á allt er litið þá hlýtur hver heilvita manneskja að sjá að Bjarni Benediktsson er svo gjörsamlega óhæfur sem fjármálaráðherra eins hugsast getur. Hann, sem og öll ríkisstjórnin á að víkja strax svo hæft fólk geti tekið við stjórn landsins og komið hlutunum í lag.
Hræsni þessa manns og óþveraháttur er bara það minnsta af hegðun hans.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
Skoðað: 2570