Hatur, skilningsleysi eða heimska?
Skoðað: 1756
Enn á ný stígur fjármálaráðherra fram til að lýsa yfir hatri sínu og fordómum á fátækasta fólkinu í landinu og afneita þeirri staðreynd að þetta fólk hafi dregist afturúr þegar kemur að kaupmætti þess og kjörum en heldur því blákalt fram að það hafi fengið mestu kjarabætur allra tíma í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Þessu var snarlega svarað af ÖBÍ og lygin rekin öfug ofan í ráðherrann sem aftur sá sér ekki annað fært en að koma með yfirlýsingu sem er stútfull af rangfærslum og lygum, (eins og venjan er hjá honum) til að “sanna” mál sitt.
Það var dropinn sem fyllti mælinn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar, sem skrifaði harðorðan pistil á Facebook og er hægt að lesa hér að neðan en hún segir meðal annars:
En ég veit líka að vegna þess að ég er aðeins með grunnskólapróf þá hef ég úr mjög fábrotnum starfs-möguleikum að moða. Ég er dæmd til að dvelja á útsölumarkaði samræmdrar láglaunastefnu. Þau störf sem mér standa til boða eru illa launuð og flest þeirra reyna mikið á líkamann. Störf í umönnun, störf við þrif, störf í verslun, störf í matvælaframleiðslu, störf í veitingageiranum. Og hvernig yrði það að geta ekki verið í fullu starfi? Það myndi aldrei ganga vegna fjárhagslegra ástæðna. Svo að ég myndi keyra sjálfa mig áfram í fullu starfi. Vera „ofur-verkakona“, ofur-arðrænd kona sem bítur á jaxlinn og heldur áfram að selja aðgang að vinnuaflinu sínu til að geta séð fyrir sér og sínum. Upplifa meiri sársauka og taka fleiri verkjalyf. Sofa verr. Hafa áhyggjur af fjárhagnum og til viðbótar áhyggjur af eigin heilsu. Hversu lengi gæti ég þraukað svona? Og hversu langur tími myndi líða þangað til að 10% örorkan mín breyttist í 20, 30, 40, 50% örorku? 100% örorku? Hversu langur tími myndi líða þangað til að ekki væri lengur hægt að nýta mig til vinnu og ég yrði byrði á Bjarna og hinum ríku mönnunum á Íslandi?
Pistill Sólveigar Önnu í heild sinni.
Skoðað: 1756