Gulu vestin á leið til Íslands og útskýrð

Skoðað: 3218

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir franskur ríkisborgari, Roman Light hvað gulu vestin þýða og hvað þau eiga að tákna.
Rétt er samt að vara við myndbrotum í myndbandinu þar sem franska lögreglan gengur í skrokk á varnarlausu fólki, stundum margir saman með kylfur að vopni, beitir táragasi og gúmmíkúlum og ræðst jafnvel á aldrað fólk og fatlað.

Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi lýsti því yfir á Facebook að hann sé búinn að panta sér gult vesti eins og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sem varð fyrstur til að ríða á vaðið og panta sér vesti.

Við hér á Skandall hvetjum alla sem vilja verða sýnilegir í baráttunni fyrir bættum kjörum að verða sér úti um gul vesti og taka þátt í baráttunni gegn spillingu æðsta fólksins í stjórn landsins, auðmönnum sem eru svo geðbilaðir úr græðgi að þeir neita að borga þeim er skapa þeim auðinn mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af á.

Það þarf að uppræta spillinguna sem grasserar eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi og það þarf að koma þeim stjórnmálaflokkum og því fólki sem þar situr í skjóli ónýtra laga og ónýtrar stjórnarskrár frá völdum með góðu eða illu og koma nýju stjórnarskránni sem fólkið í landinu samdi, kaus um og ákvað að ætti að taka við af gömlu, stabættu dönsku stjórnarskránni sem allra fyrst.

Ísland er komið með gífurlega öfluga einstaklinga stjórnir stæðstu verkalýðsfélagana og það er búið að gera hallarbyltingu í Alþýðusambandi Íslands, (ASÍ) þar sem byrjað er að byggja á rústunum sem eru eftir af því sambandi eftir áratuga óstjórn Gylfa Arnbjörnssonar sem gerði lítið fyrir alþýðuna og kippti út öllum stuðningi við öryrkja á sínum valdatíma auk heldur að vera þægur hundsrakki Samtaka Atvinnulífsins og stjórnvalda hverju sinni.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stéttarfélags skrifar harðorða færslu á fésinu og vísar í frétt frá Stundinni þar sem upplýst var um brjálæðislega auðsöfnun útgerðargreifana sem greiða lítið til samfélagsins en moka tugum og jafnvel hundruðum milljóna í eigin vasa úr sameiginlegri auðlind þjóðarinar án þess að greiða fyrir.

Nú er tíminn komin sem alþýðan þarf að taka völdin af auðvaldinu og sérhagsmunaöflunum.
Klæðist gulum vestum og mætið á þá viðburði sem verða skipulagðir á næstu mánuðum.

 

Skoðað: 3218

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir