Gröf Miðflokksins dýpkar bara og dýpkar

Skoðað: 4134

Grafalvarleg könnun.

Jólaandi MIðflokksins svífur nú yfir vötnum og nýjasta útspil fjórmenningana er lýsandi fyrir siðferði þeirra og hug þeirra síðustu dagana fyrir jólahátíð hinna kristinna manna.

Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar en héraðsdómur hafnaði kröfu þeirra um fram færi vitnaleiðsla og öflun sýnilegra sönnunargagna um upptöku Báru Halldórsdóttur á vínveitingahúsinu Klaustur í nóvember síðastliðnum. Í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögmaður þingmannanna að frásögn Báru af atvikum sé „öll út og suður.“

Reimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, segir í kærunni að allt gefi til kynna að Bára hafi komið með það fyrirframgefna markmið að njósna um og taka upp samtöl þingmannanna. Hún hafi gengið fumlaust til verka og haft meðferðis bæklinga sem hún hafi notað sem yfirvarp og búnað sem henti til verksins. Bára hefur sjálf sagt að hún hafi notað gamlan Samsung-síma.

Hér er smá könnun sem fólk getur tekið þátt í en upphaflega átti hún að vera meira til gamans en ljóst er að fólk hefur tekið henni þannig að ekki er hægt annað en að setja hana fram í fullri alvöru úr því sem komið er.

Skoðað: 4134

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir