Gleðilegt nýtt ár

Skoðað: 2670

Simmi og Kata hvíslast á og hlæja undir skammarræðu Ingu Sæland.

Árið 2023 er runnið úr hlaði og ekki úr vegi að rifja aðeins upp það sem bar hæst á síðasta degi ársins 2022 þegar maður ársins var kosinn í fjölmiðlum og formenn þeirra flokka sem sitja á alþingi mættu í Kryddsíld Stöðvar tvö, (í lokaðri dagskrá í fyrsta sinn í 30 ár) til að éta, drekka og mæra hvern annan í hástert, nú eða til að nota tækifærið og skamma með réttu suma sem eiga skammirnar skyldar og fór Inga Sæland frá Flokki Fólksins mikinn þegar hún þurfti að losa um stífluna og sendi eiturpillur á formenn stjórnarflokkana.
Bjarni Benediktsson sat sem frosinn og brá varla svip meðan stormurinn geysaði en Sigurður Ingi lét sér fátt um finnast.
Eitt var það þó sem út af stóð og það var hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Katrínar Jakobsdóttur undir ræðu Ingu því þarna stungu þau tvö saman nefjum og hvísluðust á og ráku svo upp hlátursrokur og blimskuðu augunum kvikindislega til Ingu Sæland.
Á það var hreint út sagt viðbjóðslegt að horfa.

Einnig fór fram í þessum þætti val á manni ársins á Stöð tvö og þar kristallaðist sú staðreynd að milli almennings í landinu og elítunar og auðvaldsins sem stjórnar landinu og á það í raun og veru, er gjá, hyldjúp gjá með hvítglóandi brennisteinsgjalli sem brennir hvern þann sem reynir að komast yfir í auðlegðina eða til mannsæmandi kjara þar sem auðvaldið, elítan og millistéttin ræður ríkjum af hinum bakkanum, bakka fátæktar, basls og örbyrgðar.
Maður ársins hjá elítunni var nefnilega Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en hjá almúganum var það maðurinn sem hefur unnið hvað mest fyrir fatlaða og fátæka á íslandi, Haraldur Þorleifsson svokallaður “rampari”, ekki bara á Bylgjunni og Vísi.is heldur einnig á RÚV.

Áramótaræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra skildi marga eftir með langt andlit þar sem hakan náði langleiðina niður á gólf því í henni fannst voðalega lítið af staðreyndum en mikið af hreinum draumórum og enn meira af ósannindum, eða það sem meira er, hreinum og klárum lygum ef satt skal segja og margir á samfélagsmiðlunum spurðu hreinlega í hvaða draumaveröld, eða öllu hvaða hliðarveröld þessi kona lifði eiginlega því almenningur í landinu kannast lítið ef þá nokkuð við þær staðhæfingar sem hún bar þar á borð sbr. að vel væri gert við öryrkja og aldraða í þjóðfélaginu meðan fólk horfir á gríðarlegar hækkannir hjá hinu opinbera af vörum og þjónustu, miklu meira heldur en lægstu laun og bætur almannatrygginga hækka á árinu.

Svokallaðir krónutöluskattar hækka um 7,7 prósent en hækkunin nær til áfengis-, tóbaks-, bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og kílómetragjalds auk gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjalds og gjalda sem falla undir lög um aukatekjur ríkissjóðs.

Um áramótin verður dregið úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig að áfengisgjald hækkar úr 10 prósent upp í 25 prósent og tóbaksgjald úr 40 prósent upp í 50 prósent. Þetta þýðir að hækkunin mun fyrst og fremst bitna á verslun í fríhöfninni í Leifsstöð.

Þá mun útvarpsgjald, eða svokallaður nefskattur hækka um 7,5 prósent og fer úr 18.800 krónum upp í 20.200 krónur.

Þá munu breytingar á verðskrá ON hafa það í för með sér að almennt söluverð á raforku hækkar um 6,3 prósent.

Bensín- og olíugjald hækkar um 7,7 prósent og mun bensínlítrinn því hækka um átta krónur. Þá mun bifreiðagjald fara úr 7.540 kr sem greitt er tvisvar á ári upp í í 15.080 krónur.

Þetta er bara dropi í hafið af öllum þeim verðhækkunum sem dynja munu á landsmönnum eftir daginn í dag svo við hér á Skandall.is spyrjum í fullri alvöru, fyrir hverja eru þessi auknu lífsgæði sem frú forsætisráðherra talar svo fjálglega um í áramótaræðu sinni?

Við ætlum ekki að hafa þetta lengra að sinni en óskum lesendum okkar og velunnurum gleði og gæfuríks árs.

P.S.

Skoðað: 2670

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir