Gjammandi Ásmundur bakkar upp lygar Bjarna Ben

Skoðað: 4916

Ásmundur voff, voff.

Þægur hundsrakki geltir þegar honum er sagt að gera það og geltir þá takt við eiganda sinn.
Þannig er Ásmundi Friðrikssyni best lýst þegar hann í viðtali við Reykjanes en Eyjan birtir úrdrátt úr greininni þar sem hann lýsir því, fjálglega, hvernig ríkisstjórnin ætlar að bæta hag aldraðra á næstu árum.

Samkvæmt 5 ára ríkisfjármálaáætlun og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar verður frítekjumarkið hækkað í 50,000 kr. um næstu áramót og verður orðið 100.000 kr. við lok kjörtímabilsins. Það er gríðarlega mikilvæg skref og ég tek undir það sem kemur fram í spurningunni að atvinnuþátttaka eldri borgara er afar mikilvæg og því nauðsynlegt að stíga þessi skref að hækkuðu frítekjumarki sem fyrst.

Það verður samt að hamra á því, eitthvað sem blaða og fréttamenn slugsa alltaf við þegar þessi málefni eru rædd, að síðasta ríkisstjórn skar algjörlega á frítekjumark aldraðra með lögum sem tóku gildi um síðustu áramót þannig að þeir lækkuðu tekjuskerðingarmörk aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund.
Þegar svo ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarflokkana koma og segjast vera að bæta hag aldraðra með aðgerðum sínum þá eiga blaða og fréttamenn að minna þá niðurskurðinn og láta þá svara fyrir það í stað þess að leyfa bæði Bjarna Ben og hundsrökkum hans að ljúga framan í þjóðina.
Okkur vantar almennilega frétta og blaðamenn í þetta þjóðfélag sem þora að taka niður silkihanskana og setja upp boxhanska í staðin.  Helst með skeifu á hnúunum.

Ásmundur er ber að lyginni og ömurlegt að horfa upp á þingmenn standa og ljúga blákalt framan í almenning og komast upp með það vegna aumingjaskapar og leti blaða og fréttamanna að afla sér ekki upplýsinga um það sem satt er og rétt áður en þeir taka viðtölin við þessa raðlygara.

Svona blaða og fréttamennsku þarf að stoppa og losna við lyddurnar og letingjana af fjölmiðlum ef þeir fara ekki að taka sig saman í andlitinu og vinna eins og menn.

Skoðað: 4916

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir