Flissandi fáráðlingar gónandi á síma sína undir ræðu um fátækt
Skoðað: 8428
Þeim verður seint viðbjargandi andlegu síamstvíburunum Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar þeir náðust í mynd undir ræðu Ingu Sæland um fátækt á íslandi í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi þar sem þeir sátu flissandi eins og óþroskaðar gelgjur, (gelgjur er orð yfir óþroskaða unglinga á kynþroskaskeiðinu sem kunna sig ekki), gónandi á farsíma sína í stað þess gera það sem þeim er lögboðið sem þingmönnum í umboði þjóðarinar og ráðherrar í ríkisstjórn landsins, að fylgjast með því sem rætt er um.
En sennilega hefur þeim, eins og venjulega, leiðst svo óheyrilega þetta umræðuefni að þeim hefur ekki þótt það skipta þá nokkru einasta máli.
Það hlýtur að vekja upp spurningar um siðferðisþroska þessara manna að haga sér svona.
Þuríði Hörpu var ekki skemmt yfir hegðun ráðherrana og hennar orð vega þungt í þjóðmálaumræðunni.
Ég horfði á ræður alþingismanna í upphafi þings núna í kvöld. Sumir en ekki margir stóðu upp úr, en hér og nú ætla ég að þakka Ingu Sæland sérstaklega fyrir hennar ræðu, ég verð þó að segja að mér fannst ekki smart að sjá Bjarna Ben. og Sigurð Inga hlæjandi við símana sína á undir ræðu Ingu. Hún spurði hvernig ætla stjórnvöld að standa við öll stóru orðin og loforðin sem lofuð voru í aðdraganda síðustu kosninga?
Þá var þessi fræga setning sett fram og örugglega varð þessi setning til þess að margir kusu akkúrat þann sem þetta sagði: stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti! Enn bíða öryrkjar eftir réttlæti, það að strípaður örorkulífeyrir sé í dag rúmar 247.000 kr. f.sk. ber í mínum huga ekki vott um réttlæti. Þrátt fyrir tæpar 10.000 kr. í skattalækkun sem kemur inn of seint, þá er þessi upphæð lítilsvirðandi við fólk sem á allt sitt undir réttlætiskennd stjórnvalda.
Í dag er strípaður örorkulífeyrir rúmum 30.000 kr. lægri en atvinnuleysisbætur og ef fram fer sem horfir mun gliðnun milli örorkulífeyris og lægstu launa verða enn meiri á næsta ári. Ég hlýt að spyrja er þetta réttlæti stjórnvalda gagnvart fötluðu og langveiku fólki, eða mun eitthvað verða gert til að bæta kjör þessa hóps?
Svo má alveg minna á orð Ingu þegar hún segir í ræðu sinni; “Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hefur grímulaust komið á því kerfi sem við búum við í dag og kinnroðalaust haldið við þeirri fátækt sem alltof stór landsmanna býr við í dag.“ – Inga Sæland
Skoðað: 8428