Fjórði hluti ferðar, taka tvö
Skoðað: 2159
Þá er komið að því að reyna aftur við fjórða hluta leiðarinar en hætta varð við í gær vegna veðurs.
Lagt verður af stað frá vegamótunum við Skeiðarafleggjara við Suðurlandsveg austan við Selfoss einhverntíma á milli 18:00 og 19:00 en tímasetningar eru ekki komnar á hreint enn enda er þetta sjálfboðaverkefni og sumt af fylgdarfólkinu er í vinnu eða hefur öðrum skyldum að gegna yfir daginn og á því ekki auðvelt með að komast frá. Haldið verður til Vegamóta þar sem Landvegur mætir Suðurlandsvegi í þessum áfanga.
Sennilega verður þetta einn af erfiðari köflum ferðarinar þar sem talsvert er um hæðir sem þarf að klífa en á móti kemur að aðeins léttir á eftir klifrið þegar hægt verður að rúlla sér niður brekkur eftir puðið. Ljóst er þó að þessi áfangi ferðarinar tekur talsvet meira á en hingað til hefur gert og kaflinn sem farinn verður í dag er svipaður þeim þriðja í kílómetrum talið eða 13,5 km og má reikna með að ferðin taki um þrjá tíma.
Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.
Maríanna er hér með smá tilkynningu til ykkar.
Sýnið því þolinmæði og skilning að hún á erfitt með að tjá sig.
Skoðað: 2159