Er Bjarni Benediktsson að missa það endanlega? Ræðst á forseta íslands með hótunum

Skoðað: 7179

Færsla Bjarna á Twitter.
Færsla Bjarna á Twitter.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra íslans þessa dagana og boðskapurinn sem hann færir landsmönnum ýmist í ræðum, viðtölum og á samfélgasmiðlum eru með þeim hætti að fól er farið að velta fyrir sér hvort geðheilsa ráðherrans sé á síðasta snúning eða þá að samviskan er farin að naga hann eftir allar þær lygar og ósannindi sem hann hefur orðið uppvís að undanfarnar vikur, svo ekki sé nú minnst á svik hans við aldraða og öryrkja á síðustu dögum þingsins fyrir jól.

Í færslu á Twitter ræðst hann nánast með hótunum að Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands eftir að ólafur lét hafa eftir sér í kvöldfréttum Rúv, ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt.

Orðrétt sagði Ólafur Ragnar:

Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu.

Við þetta snappaði Bjarni og tístaði eftirfarandi:

Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?

Við hér á Skandall.is getum ekki túlkað þetta öðruvísi en beina hótun á forseta íslands að það verði skorin niður fjárframlög til forseta íslands miðað við orð Bjarna sem sjálfur fékk hundruði þúsunda í eingreiðslu 10 mánuði aftur tíman og ætti því síðastur manna að geta kvartað undan skorti yfir jólin þó hann ætli öðrum að gera það.

Það þarf ekkert að minna Bjarna Benediktsson á þá staðreynd að hann situr sem ráðherra í ríkisstjórn sem skipuð er af forseta íslands og það er forseti sem ræður því hvort ríkisstjórnin eða einstaka ráðherrar hennar fá að sitja í hans umboði og umboði þjóðarinar og hann getur afturkallað það umboð hvenær sem er samkvæmt stjórnarskrá, 15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Bjarni Benediktsson ætti að fara varlega í allar svona hótanir enda hefur hann sýnt og sannað hvað eftir annað þegar honum er mótmælt eða orð hans dregin efa, jafnvel færð mótrök fyrir þeim, þá verður hann blóðillur og ræðst yfirleitt að viðkomandi með óbótaskömmum eða reynir að draga fram einhverja aðra hluti um viðkomandi þar sem hann getur aldrei rökstutt mál sitt með neinum tölulelgum staðreyndum, af því þær eru ekki til.

Bjarni Benediktsson ætti að leita sér hjálpar áður en hann fer endanlega yfir strikið því svona hegðun er engan vegin eðlileg hjá háttsettum stjórnmálamanni.

 

Skoðað: 7179

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir