Elko svínar á neytendum

Skoðað: 8809

Skjáskot af myndunum sem fylgja færslunni.
Skjáskot af myndunum sem fylgja færslunni.

Enn einu sinni sést hvað fyrirtæki og verslanir eru tilbúin til að leggja á sig til að svína á neytendum og halda vöruverði eins háu og þau mögulega geta.
Nú gengur stöðufærsla um samélagsmiðla þar sem sýnt er hvernig Elko svindlar á vörugjöldunum og eru tvær myndir því til staðfestingar, önnur tekin 18. nóv síðastliðin og hin í gær, 4. janúar og ætti þá að vera búið að fella verðið um 18% en eins og myndirnar sýna glögglega er svo ekki.

Páll Marcher Egonsson tók myndirnar og skrifar við þær eftirfarandi stöðufærslu:

Elko auglýsinr 18% varanleg verðlækkun á stórum heimilistækjum, fyrri myndinn er tekinn í Elko Lindum 18. nóvember þá var verðið á ískápnum 229.995 kr. samkvæmt minni reiknivél verðið eftir 18% lækkun 188.596 kr. en þeir hjá Elko fá út verðið 219.841 kr. en það sem mér fannst verra voru tilsvörin hjá starfsmanni Elko “við finnum bara önnur gjöld til að hækka verðið”

Svona viðskiptahættir eru óheiðarlegir og svik við neytendur en samt auglýsir Elko að þeir felli niður vörugjöldin, (sem þeir kanski gera) en greinilegt að þeir hækka þá bara álagninguna í staðinn og neytandinn á bara að gjöra svo vel og taka því.

 

http://www.elko.is/vorugjold/Elko auglýsinr 18% varanleg verðlækkun á stórum heimilistækjum, fyrri myndinn er tekinn í…

Posted by Páll Marcher Egonsson on 4. janúar 2015

 Það er því alveg ástæða fyrir því að vara fólk við útsölum og lækkuðum vörugjöldum hjá þeim sem slíkt auglýsa og taka vel eftir hvort þær vörur hafa lækkað í verði eins og lögboðið hefur verið en nokkuð hefur borið á því að verslanir sem auglýsa útsölur núna eftir áramótin hafa í raun hækkað verðið á útsöluvörunum en ekki lækkað þær.

Skoðað: 8809

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir