Ekki kom tíuþúsundkallinn þann 20. des eins og lofað var
Skoðað: 2746
Þann 11. desember síðastlíðin gerði alþingi breytingu á fjárlögum þannig að allir lífeyrisþegar sem fengu desemberuppbót frá Tryggingastofnun Ríkisins mundu fá 10 þúsund krónur aukalega, skatta og skerðingarlaust.
Tíu þúsund er ekki stór upphæð en fyrir fólk sem þarf að lifa af á tekjum sem eru undir 250 þúsund útborgað getur svona lítil upphæð skipt sköpum þegar kemur að jólahaldinu enda eru þetta miklir peningar fyrir fátækasta fólkið í landinu.
Lofað var að þetta kæmi til útborgunar í síðasta lagi þann 20. desember.
Nú er komin 21. des og ekkert bólar á þessari greiðslu og fólk bæði hissa og vonsvikið að ekki skuli einu sinni vera hægt að greiða út þessa hungurlús og nánasargreiðslu þar sem ekki er búið að birta lögin í Stjórnartíðindum.
Til að sjá hvaða birtingar um er að ræða þarf að fara inn á vefinn hjá Stjórnartíðindum og í dálknum vinstra megin smellið á B Deild en þar eiga lögin að birtast þegar Stjórnartíðindum þóknast að birta tilkynninguna og til að skoða þau þá þarf að smella á númerið framan viðkomandi tilkynningar.
Á heimasíðu TR er tilkynning þess efnis að þetta verði ekki greitt út fyrr en lögin hafa verið birt í Stjórnartíðindum en eftir því sem við komumst næst eftir að hafa gramsað í gegnum lög og reglugerðum almannatrygginga þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að TR neita að greiða út áður en lögin hafa verið birt með þeim hætti.
Kona ein fór að kanna málin og skrifaði um það í Aðgerðarhóp háttvirtra öryrkja og aldraðra á Facebook að hún hefði haft samband við stjórnartíðindi og talað þar við “einhvern” mann og hann sagði henni að ekki hefði borist nein beiðni frá alþingi um að ýta á eftir birtingu lagana en stefnt væri að því að birta þau á Þorláksmessu. Hins vegar væri birtingin ekki skilyrði fyrir því að TR gæti greitt þetta út að hans sögn.
Hér sjáum við enn eitt dæmið um handarbaksvinnubrögð alþingis og ráðuneyta sem hvernig Tryggingastofnun Ríkisins setur sér geðþóttareglur út og suður þegar þeim hentar og mannvonnskan hjá þeim sem þar stjórna nær hámarki sínu rétt fyrir jólin þegar þeir sjá kjörið tækifæri til að níðast enn meira á þeim sem verst standa í þjóðfélaginu.
Skandall óskar ykkur gleðilegrar hátíðar.
Skoðað: 2746