Breytingar og umsagnir við frumvarpið um 50 þúsund kallinn þurfa að koma inn í dag.
Skoðað: 2527
Þetta var hálf þunn umræða þegar upp var staðið enda varla við öðru að búast enda langur vinnudagur á alþingi að baki þegar fyrsta umræða var tekin fyrir og þeir sem fylgdust með eða skoðuðu umræðurnar í morgun hafi orðið fyrir smá vonbrigðum með að Guðmundur Ingi Kristinson skyldi ekki ganga harðar eftir útskýringum á misræmi í dagsetningum stjórnarráðsins annarsvegar og frumvarpsins hins vegar.
Sara Oskarsson minntist á þetta í sinni framsögu en óskaði ekki skýringa á msiræminu með dagsetningarnar sem þó er nauðsynlegt að fá algjörlega á hreint enda margir sem sáu og lásu að í frumvarpinu er miðað við 31. des nánast lömuðust af kvíða enda fjölmargir búnir að stóla á að fá þessar 50 þúsund krónur greiddar út fyrir jól til að geta gert sér smá dagamun um jólin og sumir hafa jafnvel leyft sér að greiða einhverja reikning aukalega til að létta af sér skuldum og stóluðu því á þessa eingreiðslu.
Síðan eru það þeir sem eru búsettir erlendis en það tekur minnst þrjá virka daga að senda peninga frá íslandi inn á bankareikninga erlendis, þannig að ef greitt yrði út 18. des, sem er föstudagur, þá fær fólk þessa peninga ekkert fyrr en 22. eða 23. desember.
Þess vegna er svo áríðandi að miðað sé við 18. í allra síðasta lagi.
Verði það hins vegar raunin að þetta verði ekki greitt fyrr en 31. desember, sem er fimmtudagur, þá er ólíklegt að þetta verði komið inn á reikning þeirra sem búa erlendis fyrr en fjórða eða fimmta janúar 2021 sem er algjörlega óásættanlegt.
Nú fer þetta fyrir velferðarnefnd sem Helga Vala Helgadóttir er í forsvari fyrir og síðan til annarrar umræðu vonandi strax eftir helgi og vonandi næst að klára þetta og samþykkja að öryrkjar fái þessa 50 þúsund króna eingreiðslu ekki seinna en 18. desember svo þeir geti nú haldið jól.
Þeir sem vilja skila inn umsögnum og breytingartillögum við frumvarpið, þurfa að gera það í dag og gera það samkvæmt reglum, því á morgun er það orðið of seint gangi eftir að hraða málinu inn á borð Velferðarnefndar Alþingis svo hægt verði að taka það til annarar umræðu strax í næstu viku og klára til þriðju umræðu sé til þess vilji hjá ríkisstjórn og forseta alþingis.
Umræðuna má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Skoðað: 2527