Börn undir fermingu snappa uppstilltum eiturlyfjaneyslumyndum
Skoðað: 3978
Meðfylgjandi mynd er fengin af samfélagsmiðli, þar sem börn undir fermingu, 12 til 14 ára gömul eru að senda uppstilltar myndir af eiturlyfjaneyslu sín á milli. Í þessu tilfelli er um að ræða mynd sem 13 ára barn stillti upp og deildi milli félaga sinna.
Það er grafalvarlegt þegar börn eru farin að stunda slíkar uppstillingar og senda sín á milli og einnig er það spurning hvort foreldrar þurfi ekki að vera meira vakandi yfir því hvað börn þeirra eru að gera og hverju þau eru að deila sín á milli á snappchat og fleiri miðlum? Einnig þarf að spyrja sig hvort ekki þarf að taka á þessum málum með því að ræða við börnin og upplýsa þau um hversu hættuleg þessi efni eru og hvað lítið þarf til að ánetjast þeim, áður en það verður of seint og þau fara kanski að prófa sig áfram með slík efni.
Þú byrgir ekki bokkuna þegar barnið er dottið í það.
Skoðað: 3978