Bjarni neitar að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Kennir Bankasýslunni um klúðrið og vill leggja hana niður en sitja sjálfur
Skoðað: 965
Það er með hreinum ólíkindum að fylgjast með þeim farsa sem sala á hlut Íslandsbanka hefur orðið að eftir algjört klúður og lögbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á sölunni, sölu ríkiseignar sem hann einn ber ábyrgð á. Núna reynir þessi bófi ásamt glæpanautum sínum, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Siguðrði Inga innviðaráðherra að fría sig ábyrgð á gerðum sínum, lögbrotum og klúðri með því að leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður.
4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er klausa sem er svo augljós og skýr að það er ekki hægt, hvað sem menn eru óheiðarlegir, siðblindir og sjálfhverfir, að snúa út úr eða taka úr samhengi við aðrar greinar þessara laga.
Þar segir eftirfarandi, feitletrað í blóðrauðum lit:
4. gr. Sölumeðferð eignarhluta.
Bankasýsla ríkisins skal annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra, sbr. 2. gr. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð.
Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.
Ábyrgð fjàrmálaráðherra er ótvíræð og bundin í lög. Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti.
Við minnum svo á mótmælin þann 23. apríl næstkomandi á Austurvelli þar sem krafist verður afsagnar Bjarna vegna Íslandsbankasölunar
Skoðað: 965