Bjarni Ben ber einn fulla lagalega og pólitíska ábyrgð á sölu Íslandsbanka
Skoðað: 1837
Að gefnu tilefni er vert að minna á þá staðreynd, að Bjarni Benediktsson ER fjármálaráðherra og ábyrgðarmaður sölu á eignarhluta almennings í Íslandsbanka. Ekki bankasýslan eða fjárlaganefnd.
Hann fær heimild í fjárlögum til sölunnar og ber á henni fulla lagalega og pólitíska ábyrgð. Allt annað er smjörklípa stjórnarliða sem þarf að leiðrétta
Lögin eru alveg kristalskýr og fjármálaráðherrann fór ekki eftir þeim eins og hann sjálfur hefur viðurkennt í blaðaviðtali þó aðeins að hluta til því lagabrot sem þessi hafa refsiákvæði sem nauðsynlegt er að virkja og sækja ráðherrann til saka.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti Bjarna, hegðun hans og framkomu mjög svo vel í ræðu sinni um störf þingsins í gær, föstudag:
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fór ekki fögrum orðum um hegðun ríkisstjórnarliða í ræðum sínum og benti á “þöggunarbókina” sem dæmi um framgöngu stjórnarliðsins í því sambandi. Hún þuldi upp efnisyfirlitið til að fólk hefði betri innisýn í hvernig ráðherrarnir berðust um á hæl og hnakka með lygum og gaslýsingum til að komast hjá því að axla þá ábyrgði sem þeim ber.
Hlustum á Sunnu:
Skoðað: 1837