Að skálda inn í fréttir og taka fólk af lífi opinberlega er það nýjasta hjá DV
Skoðað: 6306
Það verður seint hægt að kalla það fagleg vinnubrögð þegar blaðamenn taka sig til og skálda inn uppfyllingarefni í fréttir til að gera þær eftirtektarverðari og fá fleiri heimsóknir á þær með því að ráðast að mannorði fólks og reyna að eyðileggja það þegar það hefur verið að reyna að byggja sig upp og bæta sig eftir að hafa misstigið sig.
Það fékk Víðir “Tarfur” Þorgeirsson að kenna á í frétt DV þann 10. mars þegar blaðamaður á DV skrifaði eftirfarandi frétt og dró Víði inn í fréttina, honum algjörlega að ósekju og án þess að tala við hann eða kynna sér málið í þaula frá fyrstu hendi með því að tala við “Tarfinn”.
Það er ljóst að Víðir er öskureiður vegna fréttarinar þegar hann segir á fésbókarsíðu sinni:
…að varðandi þessa svívirðilegu frétt DV sem þeir blönduðu mér í með lygum og myndbirtingu í dag…..þeir verða klárlega dregnir fyrir dómstóla fyrir það…..að þó ég eigi vini sem eru í einhverjum grúbbum og ég læki einhverjar síður hjá fólki þá gerir það mig ekki að einhverjum forsprakka eða réttlæti svona fréttaflutning !!
Ég er að verða ansi þreyttur á að það sé hægt að jarða mann lifandi af blaðamönnum trekk í trekk……það verður ekki liðið meir.
Og auðvita á að ganga á eftir því að blaðamenn sem svona haga sér verði kærðir fyrir uppspuna, lygar og skáldskap enda er það ekki það sem siðareglur blaðamannafélagsins ganga út á því þarna er vegið að æru manns sem getur ekki varið sig og það var ekki talað við hann við vinnslu fréttarinar.
Siðferði sumra blaða og fréttamanna þarf nauðsynlega að fara að skoða í ljósi þess hvernig þeir skrifa og því miður verður blaðamannafélagið að fara að taka á því hvernig hegðun sumra þeirra er orðin því það er ekki lengur hægt að treysta því að þeir flytji fréttir þegar áróðurinn er eins og rauður þráður í skrifum þeirra, innihaldið lygi ætlað til að blekkja og ljúga að almenningi en ekki til að upplýsa og fræða eins og hlutverk fjölmiðla og þeirra sem á þeim starfa á að vera.
Skandall hvetur Tarfinn til að kæra blaðamanninn og DV fyrir uppspuna, lygar og ærumeiðingar.
Skoðað: 6306