Ábyrgð ráðherra verður aldrei skoðuð
Skoðað: 917
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir upp tveim möguleikum varðandi söluna á Íslandsbanka og hver útkoman verður á rannsókn miðað við það sem þegar er komið í ljós.
1. Ríkisendurskoðun skilar svipuðu áliti og eftir síðustu bankasölu, “ekkert að neinu”. Ástæðan þar voru ekki nægar rannsóknarheimildir og umfang rannsóknar náði ekki til ámælisverðra þátta. Ég tel þetta vera ólíklegri niðurstöðuna. Mikið ólíklegri.
2. Vegna þeirra atriða sem ríkisendurskoðun rannsakar þá komast þau að það því að bankasýslan hafi klúðrað málum og brugðist skyldum sínum. Ríkisstjórnin hrópar húrra fyrir því að sökudólgarnir hafi fundist og leggur allt kapp á að nú sé málinu lokið … nýjir stjórnarmenn eru skipaðir og BB klárar að selja Íslandsbanka (eða réttara sagt gefur landsmönnum hlut í bankanum sem friðþægingu). Ábyrgð ráðherra verður aldrei skoðuð.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist þegar alþingi kemur úr páskaleyfi.
Skoðað: 917