70% þjóðarinar baggi á ríkissjóði
Skoðað: 5407
Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir auglýsingastofuna Dynamo dagana 20.-27.október er það í raun aðeins einn tekjuhópur sem vill að Bjarni Benediktsson gegni áfram embætti fjármálaráðherra. Þeir sem vilja að Bjarni haldi áfram er fólk sem hefur um 1.5 milljónir eða meira í tekjur á mánuði. Þetta kemur ef til vill ekki á óvart því sem fjármálaráðherra hefur Bjarna tekist að ýta skattbyrði frá hálaunafólki og yfir á láglaunafólk. Í aðdraganda kosninganna hefur ítrekað verið sýnt fram á þetta.
Í frétt á Kvennablaðinu er síðan útlistað nánar um þetta sem Bjarni segir hér að ofan:
Stuðningur ríkra við Bjarna kemur ef til vill ekki á óvart. Sem fjármálaráðherra hefur hann ýtt skattbyrði frá hálaunafólki yfir á láglaunafólk. Í aðdraganda kosninganna hefur ítrekað verið sýnt fram á þetta. Aðeins ríkasta 20% hefur notið ávinning skattabreytinga ríkisstjórnarinnar. Aðrir hafa séð skattbyrði sína hækka.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er sá stjórnmálamaður sem flestir vilja sjá sem forsætisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem framkvæmd var dagana 20. til 27. október vilja um 40 prósent landsmanna helst að Katrín gegni embættinu. Næstvinsælasta forsætisráðherraefnið er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann nýtur 25,6 prósenta stuðnings.
En Bjarni hefur ófá orð látið falla á alþingi, i viðtölum, ræðu og riti sem standast ekki skoðun þegar hann mærir verk ríkisstjórnar sinnar og það er segin saga sé honum mótmælt eða orð hans dregin í efa, þá æsir hann sig upp úr öllu valdi og ræðst á viðmælendur sína. Besta dæmið um það er þegar hann í gærkvöldi, á Stöð2 réðst harkalega gegn Katrínu Jakobs og lýsti í smáatriðum hvað hún hygðist gera ef vistri stjórn kæmist að eftir kosningar.
Klippuna af því má sjá hér að neðan.
Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið.
Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.
Þegar líður á gjammar Bjarni hvað eftir annað frammí fyrir Katrínu og gerir henni upp skoðanir og reynir hreinlega að hugsa fyrir hana. Hlustar ekki á nein rök eða hvað hún hefur fram að færa.
Sjálfstæðisflokkurinn er í raun búinn að einangra sig því Bjarni hagar sér eins og versti einræðisherra þar sem hann einn hefur valdið og skoðanafrelsið er bara í orði en ekki á borði því þeir sem eru honum ekki sammála í einu og öllu eru settir til hliðar í flokknum og gerðir að valdalausum þrælum.
Þetta var hvað greinilegast og skýrast á síðasta ári þegar fjáraukalögin voru rædd. Þá bárust stjórnarliðum þúsundir tölvupósta og svörin voru öll þau sömu. Staðlað svar sem samið var af Bjarna Ben og þingmenn stjórnarflokkana dældu því svari út til fyrirspyrjenda en svöruðu svo engu frá eigin brjósti heldur vísuðu bara í sömu rulluna sem þeim var fyrirskipað að gera.
Þennan flokk ætla síðan fjórðungur kjósenda að leiða aftur yfir þjóðina og viðhalda þar með stöðnun og spillingu í stað þess að kjósa þá flokka sem eru til í að vinna á spillingunni og gera þjóðfélagið að því sem það ætti að vera, hagsældarþjóðfélag fyrir alla sem hér búa.
Fái Sjálfstæðisflokkurinn að komast í stjórn landsins megum við búast við að landflótti haldi áfram að aukast og þá sér í lagi að ungt fólk forði sér af landi brott og komi ekki aftur því það getur enginn eignast neitt í landi þar sem auðvaldið á allt og almenningur er gerður að þrælum fyrir það.
Það eru kosningar á morgun, kjósið rétt með því að setja Exið við allt annað en B og D.
Skoðað: 5407