18. des eða 31. desember. Verða fátækir rændir jólunum í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?

Skoðað: 2112

Seinnipartinn í dag verður umræða á Alþingi þar sem rætt verður níunda mál á dagskrá um almannatryggingar, sértæk lagasetning sem færir fátækasta fólkinu á íslandi heilar 50 þúsund krónur skatta og skerðingarlaust en böggull fylgir skammrifi eins og sjá má í pistli frá því í gær þar sem farið er yfir misræmi í tilynningu Stjórnarráðsins og síðan í frumvarpinu sjálfu sem lagt verður fram í  dag.

Skjáskot af frétt stjórnarráðsins

Misræmið fellst í því að í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að útgreiðsla þessarar fjárhæðar skuli ekki verða seinna en þann 18. desember næstkomandi en í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að þessir peningar verði greiddir út síðasta dag ársins eða 31. desember í síðasta lagi.

Hafi lífeyrisþegi fengið greiddar bætur hluta úr ári skal eingreiðslan vera í hlutfalli við
greiðsluréttindi hans á árinu. Eingreiðsla þessi, sem greiðist eigi síðar en 31. desember 2020.

Það verður athyglisvert að sjá hvort verður ofan á í þessum umræðum og hvort ríkisstjórn Katrínar, Bjarna og Sigurðar komist upp með að leggja frumvarpið fram óbreytt, það er að segja að dagsetningin 31. des verði ofan á og með því nái ríkisstjórnin að ræna jólunum af fátækasta fólkinu í landinu, fólkinu sem stólaði á að fá þessa littlu upphæð til að geta gert sér glaðan dag í mat og drykk en kanski þó helst til að geta glatt börnin sín.

Þetta verður æsispennandi viðureign milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Mannvonnsku gegn mannúð og efndum gegn svikum.

Sjáum hvað setur en bein útsending frá Alþingi hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Skoðað: 2112

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir