Vigdís Hauks og staðreyndarvillurnar

Skoðað: 6522

Ræpugangur Vigdísar kemur verst niður á henni sjálfri.
Ræpugangur Vigdísar kemur verst niður á henni sjálfri.

Það er nánast eins og að bera í bakkafullann lækinn að fara að skrifa enn einn pistlinn um Vigdísi Hauksdóttur og bullið sem vellur upp úr henni í tíma og ótíma ásamt öllum þeim staðreyndarvillum og ósannindum sem hún hefur orðið uppvís að frá því hún tók sæti á alþingi en á síðustu dögum hefur algjörlega tekið steininn úr hvað þetta varðar og þarf ekkert að týna til ambögur og öfugmæli hennar í gegnum tíðina því nóg hefur verið gert af því.

Það sem þó er vert að nefna og fólki kemur helst í hug þegar Vigdís fer að tjá sig um einstök mál, þá finnst manni stundum eins og einhver hafi rekið höndina ofan í hana og út um rassgatið á henni, gripið í öklana og snúið henni á rönguna þannig að rassgatið er nú þar sem kjafturinn var áður og því flæði yfir þingheim, fjölmiðla og almenning sú ræpa sem í raun átti að fara hina leiðina út, því allt sem frá henni kemur í ræðum og riti er með þeim hætti að hún virðist ekki hafa haft hið minnsta fyrir því að afla sér nokkurra upplýsinga um málefnin sem hún fjallar um að allt verður að lygi og þvættingi þegar hún er búin að melta það sem hún ætlar að segja og ræpar því svo yfir landslýð með tilhyerandi ósmekklegheitum og óþef.

Það er þó eitt gott við þessar ræputarnir Vigdísar en það er sú staðreynd að mjög auðvelt er að tæta niður í frumeindir sínar allt sem hún segir og koma með staðföst rök sem sýna að hún fer með rangt mál því allar tölur og allar upplýsingar liggja fyrir á Alnetinu og mjög einfalt að taka það saman og rústa málflutningi hennar, samanber það dæmalausa bull sem hún sagði á alþingi í dag þegar hún hélt því fram að ungir öryrkjar á vinnualdri væru langsamlega fjölmennastir á íslandi af öllum norðurlöndunum.

Það tók aðeins tíu mínútur að hrekja það því það liggja allar þessar tölur fyrir og þar kom í ljós að þetta var ræpa úr Vigdísi.  Ræpa því hún hafði ekki haft fyrir því að afla sér upplýsinga um tölulegar staðreyndir málsins áður en hún hljóp í ræðustól alþingis til að drulla þessu yfir alla þjóðina eins og um heilagan sannleik væri að ræða því þegar farið var að skoða sannleiksgildi orða hennar koma í ljós að ísland er með fæsta öryrkja á þessu bili eða um 10% hlutfall þjóðarinar meðan hin norðurlöndin eru með þetta á bilinu 11 til 14% hlutfall.

Og það er sama hvar mann ber niður í ræðum og ritum Vigdísar Hauksdóttur, þar er allt við það sama.  Staðreyndarvillur eftir staðreyndarvillur, lygar, bull og heimskuháttur sem sýnir og sannar að hún hvorki kann né nennir að vinna sína vinnu út frá upplýsingum sem liggja fyrir framan nefið á henni og þá nennir hún heldur að spinna upp einhverja þvælu sem hentar henni betur í það og það sinn til að ljúga sig út úr klúðrinu.

Þetta kallast einfaldlega að ræpa yfir sig.

Hér eru nokkrar ræpur frá Vigdísi í boði Láru Hönnu Einarsdóttur sem klippti saman.



Þetta er aðeins brot af því sem hægt væri að taka saman af myndböndum þar sem hún hefur farið offari í þinginu.

Skoðað: 6522

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir