Vertu vel á verði gagnvart tilboðum á svörtum föstudegi

Skoðað: 2590

Það er oft hægt að gera frábær kaup á degi sem þessum, svörtum föstudegi og verslanir keppast við að markaðssetja sig, auglýsa grimmt afslætti og kostakjör þennan dag þar sem fólk getur fengið afslætti upp á tugi prósenta.

En það er ekki allt gull sem glóir og fólk þarf að vera sérstaklega vel á varðbergi þennan dag því það eru ótrúlega margar verslanir sem eru í raun að svindla á neytendum og þessi kostakjör í raun ekkert nema svindl og svínarí þegar upp er staðið.

Dæmi þess eru vörur sem settar hafa verið á útsölu á svörtum föstudegi með 20 til 40 % afslætti.  Vörur sem voru hækkaðar í verði vikunni áður um 40 til 60%.

  1. Kannaðu hvort það er gamall verðmiði undir þeim nýja með afslættinum.
  2. Ef það er auglýstur 30% afsláttur og eldra verð og lækkað verð eru á miðanum, kíktu undir eða á bakvið hann eða í eldri bækkling verslunarinnar.
  3. Flettu upp á netverslun viðkomandi búðar og skoðaðu verðin aftur í tíman, jafnvel eldri bæklinga frá þeim.
  4. Ef þú ert alveg handviss um að það sé verið að snuða viðskiptavini á raunverulegum afslætti, láttu vita á verðvaktinni hér að neðan með sönnunargögnum, myndum, vísun í eldra verð og annað sem er bein sönnun þess að verlsunin er ekki að gefa þann afslátt sem gefin er upp.

Þannig að ef þið ætlið að gera góð kaup og fá raunverulegan afslátt þá skuluð þið fara í smá rannsóknarvinnu og kanna hvað vörurnar kostuðu fyrir viku til tveim áður en þið ákveðið að kaupa nokkuð á svörtum föstudegi svo þið séuð ekki að láta svindla á ykkur.
Verið dugleg að láta aðra vita ef þið verðið vör við að verslanir séu að svindla á fólki þegar kemur að afslætti á þessum degi.

Við erum að sjálfsögðu ekki að segja allar verslanir sem taka þátt í svörtum föstudegi geri þetta en það eru mjög margar verslanir sem gera þetta og söluaðilar, þeir eru í raun svartir sauðir þegar kemur að þessu og það bitnar að sjálfsögðu á hinum sem eru heiðarlegir þegar kemur að afsláttarkjörum.

Verðvaktin á Facebook gæti reynst hjálpleg og ef fólk veit um aðrar góðar síður sem halda utan um verðlag verslana og fyrirtækja, þá má endilega benda á það í umsagnarkerfinu.

Skoðað: 2590

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir