Ung kona send heim í tvígang með bullandi lungnasýkinu af sama lækni

Skoðað: 8589

Því miður allt of margir svona læknar starfandi í landinu.
Því miður allt of margir svona læknar starfandi í landinu.

Það er sorgleg þróun innan læknastéttarinar þegar unglæknar eru svo hrokafullir og uppfullir af sjálfum sér að þeir geta ekki hlustað á sjúklinga sem leita til þeirra heldur senda þá heim með lífshættulega sjúkdóma sem gætu haft í för með sér alvarlega sýkingu og jafnvel dauða ef svo ber undir.

Þetta fékk ung kona á Selfossi að reyna sunnudaginn, (20. sept) síðastliðin eftir að hafa leitað á bráðamóttöku Heilsugæslu Suðurlands á Selfossi með andþyngsli, hálsbólgu, fann til þegar hún andaði og gat aðeins andað grunnt niður í lungun.  Einnig var hún með hraðan og þungan hjartslátt, 140 slög á mínútu sem benti til þess að eitthvað alvarlegt væri að.
Þar tók á móti henni ungur læknir, nýútskrifaður til þess að gera, skoðaði hana lauslega og sendi hana heim með þá sjúkdómsgreiningu að hún væri aðeins með kvíða og lagði til að hún slakaði á og tæki kvíðastillandi.

Hún sætti sig illa við það en fór heim og reyndi að slaka á en þegar leið á kvöldið fóru einkennin versnandi svo hún leitaði aftur á bráðamóttökuna þar sem sami læknir tók á móti henni og með lítilli þolinmæði skoðaði hana og tók hjartalínurit.

Læknirinn hlustaði hana varla.  Þeir sem hafa farið til læknis og verið hlustaðir almennilega vita að læknirinn þrýstir hlustunarpípunni þétt að og lætur sjúklinginn anda djúpt að sér og frá sér meðan hann hlustar.  Þessi læknir sem að ofan ræðir, rétt lagði hlustunarpípuna við húð konunar án nokkurs þrýstings og hlustaði í raun ekki nema rétt á meðan hún dró andann.

Á mánudagsmorguninn, (21. sept) fór hún á bráðamóttökuna til reynds læknis og hann rannsakaði konuna nákvæmlega til að finna orsökina og í ljós kom afgerandi sýking í öndunarfærum.
Í kjölfarið var hún sett á sjö daga, sterkan sýklalyfjakúr og á helst að vera rúmliggjandi.

Í kjölfarið sendi konan harðorða kvörtun til framkvæmdastjóra HSU vegna þessa unglæknis og svarið sem hún fékk var að það yrði farið í þetta mál.

Hún sagði sína sögu á Facebook og hún hljóðar svo:

Stundum borgar það sig að vera þrjóskari en andskotinn…
Byrjaði að finna fyrir flensueinkennum á föstudaginn, hálsbólga og kvef á laugardaginn, öndurnarerfðileikar í gær sem urðu til þess að ég fór á bráðamóttökuna. Doksi (ungur læknir) hlustaði (varla) á hjarta og lungu og kíkti á hálsinn og kannaði púls og niðurstaðan var að kvíði væri að valda þessu öllu. Mér var boðið kvíðastillandi sem ég afþakkaði. Seinna um kvöldið fór ég að versna og fór aftur, talaði við sama lækni en þá mældi hann blóðþrýsting (sem var fínn) og ég fór í hjartalínurit en hjartslátturinn var 140 slög á mínútu sem hann vildi meina að væri eðlilegt (þá með kvíða í huga) og bauð mér aftur kvíðastillandi sem ég þá þáði til að geta kannski sofið. Ég var auðvitað ekki sátt, gat ekki sofið í nótt þrátt fyrir kvíðastillandi og andþyngslin og verkirnir voru bara verri. Þá fór ég aftur í morgun og hitti annan lækni sem fór strax í að hlusta á hjarta og lungu, kíkti á hálsinn, mældi blóðþrýsting og súrefnismettun í blóði, blóðsýni úr fingri og blóðprufa. Niðurstaðan: afgerandi sýking í öndunarfærum og mér skipað að vera heima og halda mig inni næstu vikuna, taka því rólega og 7 daga sýklalyfjakúr!
Það borgar sig svo sannarlega að fá annað álit þegar maður er ekki sáttur með fyrstu niðurstöður! Fyrri læknirinn fær sko að heyra það næst þegar ég sé hann og ég mun klárlega kvarta!

Í morgunn, föstudaginn 25. sept hringdi unglæknirinn í konuna til að biðjast afsökunar en samt þó ekki.
Það er augljóst að hann hefur fengið tiltal hjá sínum yfirmönnum því hann hringdi þrisvar í röð, án þess að láta líða hálfa mínútu á milli, í fárveika konuna áður en hún vaknaði til þess að biðjast afsökunar.  Afsökunarbeiðni sem einkenndist af hroka aðalega og sjálfsréttlætingu að hafa ekki sinnt starfi sínu sem læknir.

Fékk símtal áðan frá heilsugæslunni hérna á Selfossi, það var læknirinn sem sendi mig heim í tvígang á sunnudaginn sl. eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að ég væri með kvíða eftir að hafa kvartað yfir miklum öndunarörðuleikum og verkjum í kjölfarið, en hann vildi biðjast afsökunar… Okey, flott hjá honum að gera það, en hvernig getur maður tekið afsökunarbeiðni gilda og alvarlega þegar maðurinn hringir 3x Í RÖÐ án þess að pása því ég svara ekki fyrstu tvö skiptin…? Og svo er maður sofandi í þokkabót þegar þetta gerist og læknirinn svo innilega ekki sannfærandi þegar hann “biðst afsökunar”…
Já, þið sem eruð að velta því fyrir ykkur, þá er ég bullandi bitur yfir þessu enda ekkert djók þegar svona gerist og fá síðan svona símtöl sem bendir til eintómrar frekju og metnaðarleysis…!
Ég er ekki ennþá sátt yfir þessum vinnubrögðum þessa manns… Garg!

Það er sorglegt og leiðinlegt að horfa upp á efnilega unga lækna stúta framtíð sinni og trúverðugleika þegar þeir haga sér svona og þegar þeir hafa engan metnað fyrir sínu starfi, en djöflast áfram á menntahrokanum, sjálfumgleðinni og láta sjúklinga finna að það eru þeir sem vita betur, sjúklingurinn á bara að halda kjafti og gera eins og honum er sagt.

Svona læknar eru hættulegir lífi og heilsu sjúklinga og ættu að finna sér annað að gera því þeir hafa kastað menntunn sinni á glæ með hegðun sinni og framkomu.

Þessi kona mun forðast þennan lækni í framtíðinni og hefur þegar varað fólk við að fara til þessa læknis vegna framkomu hans og ófagmennsku í starfi.

Skoðað: 8589

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir