Þriðji hluti hjólastólarallýsins

Skoðað: 2079

Þriðji áfangi styrktarrallýs Maríönnu hinnar einstöku.

Þá er komið að þriðja hluta ferðarinar hjá Maríönnu áleiðis til Skóga.
Lagt verður af stað frá Bónus á Selfossi í kvöld klukkan 18:00 eða fljótlega upp úr því og endað við Skeiðavegamót eftir 13,6 kílómetra rall.

Ástæða þess að tímasetningar koma seint inn hjá okkur er sú að það er ekki alltaf vitað hvernig heilsa rallýkappana og fylgdarsveina og meyja er að morgni rallýdags svo þess vegna er ekki hægt að láta vita fyrr en tveim til fjórum tímum áður en lagt er af stað en meiningin er þó sú að lagt verður af stað klukkan 18:00 alla daga sem rallið stendur yfir.

Allir sem vilja fylgja þessu hörkuduglega fólki hvort heldur hjólandi, gangandi eða rúlla sér í hjólastól, þá endilega bara mæta við Bónus – Hagkaup á Selfossi fyrir klukkan 18:00 og vera í samfloti.

Við viljum enn og aftur biðja þá ökumenn sem eru á ferðinni á viðkomandi vegarkafla þar sem rallýið fer fram að sýna tilitssemi og varúð við framúrakstur en veifa, brosa og sýna þessu hörkuduglega fólki stuðning með því að flauta létt þegar þið mætið þeim eða takið fram úr.
Meðfylgjandi mynd sýnir leiðina sem rallað verður í dag.

Að sjálfsögðu minnum við svo á beina útsendingu frá rallinu sem verður send út hérna.

Skoðað: 2079

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir