Þingmenn fá 181.050,- krónur í desemberuppbót öryrkjar frá 0 til 35 þús útborgað

Skoðað: 2958

Persónuuppbót = desemberuppbót þingmanns eru 181.50,- krónur.

Hjá þingmönnum heitir þetta reyndar ,,Persónuuppbót” en ekki desemberuppbót og upplýsti Björn Leví Gunnarsson um þetta í stöðufærslu hjá undirrituðum þegar farið var að spyrjast fyrir það, en færsluna má sjá neðst í pistlinum.

Þar komu líka fram áhugaverðar upplýsingar um desemberuppbót hjá launþegum á almenna vinnumarkaðinum og skotið var inn upplýsingum um einstök fyrirtæki líka en það sem er sláandi í þessu öllu saman er sú staðreynd að desemberuppbótin var ætluð sem uppbót fyrir þá sem voru á lægstu tekjunum í þjóðfélaginu en ekki þá sem eru með þeim tekjuhæðstu, sbr. þingmenn og ráðherra eða forstjóra fyrirtækja en þróunin hefur því miður verið þar eins og á öllum öðrum sviðum því þeir sem hafa mestu tekjurnar fá hæðstu uppbæturnar meðan öryrkjar og aldraðir fá þær lægstu og jafnvel engar.

Fyrir einu ári skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR um þessi mál og þær upplýsingar eru því ársgamlar í frétt á Vísir.is frá þeim tíma en það má efast um að nokkuð hafi breyst til batnaðar í þeim efnum frekar en annað sem snýr að þeim sem lægstar hafa tekjurnar á íslandi og því alveg þess virði að rifja þessa frétt upp í dag.

Full desemberuppbót til öryrkja eru rúmlega 50 þúsund krónur en eftir skatt eru eftir rúmlega 30 þúsund krónur sem þeir fá útborgaðar.
Sumir fá hreinlega ekki neitt og svo allt þar á milli.
Misskiptingin er þar líka eins og út um allt þegar kemur að því að skatta og tekjuskerða þessa hópa með öllum mögulegum ráðum svo þeir hafi nú engin tök á að komast út úr fátæktargildrunni sem stjórnvöld halda þeim í.

Launaseðill öryrkja með desemberuppbót fyrir desember.

Desemberuppbót.

Skoðað: 2958

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir