Það þarf að mótmæla á virkum dögum þegar starfsemi er í þinghúsinu

Skoðað: 1912

Það ætti öllum að vera orðin sú staðreynd ljós að það er til lítils að efna til mótmæla á Austurvelli fyrir framan Alþingi á laugardegi þegar engin starfsemi er í húsinu og þar af leiðandi heyrir þingheimur ekki í mótmælendum, enda kom í ljós strax í gær, mánudag, að Kristján Þór Júlíusson gaf skít í þessi mótmæli og þá kröfu að hann segði af sér embætti enda heyrði hann ekki í mótmælendum.
Þessu þarf að breyta.

Það er nóg til af fólki sem væri alveg til í að mæta á Austurvöll á virkum dögum strax upp úr hádegi til að mótmæla starfandi ríkisstjórn og þeirri spillingu og sérhagsmunagæslu sem fer fram í þessum gráa steinkumbalda og krefjast þess að tekið verði á spillingunni og nýja stjórnarskráin sem almenningur samþykkti fyrir sjö árum síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu að tekin skyldi í gagnið, verði samþykkt á núverandi þingi og byrjað að starfa eftir henni strax.

Það þarf að leysa upp þessa gagnslausu ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.  Ríkisstjórn söðnunar, afneitunar, aðgerðarleysis og spillingar því hún er ekkert að gera fyrir land eða þjóð nema eyðileggja orðspor íslands í augum heimsins, eins og kom fram í síðasta pistli hér á síðunni.

Afleiðingar af aðgerðarleysi og afneitun þessarar ríkisstjórnar bitnar verst á almenningi á íslandi en þó verst á öryrkjum og öldruðum þar sem stöðugt er skorið niður í velferðar og heilbrigðiskerfinu hjá því fólki sem getur ekki á nokkurn hátt varið sig gagnvart því ofbeldi sem ríkisstjórnin beitir það á hverjum einasta degi ársins, stelur meira að segja af þessu fólki lífeyrissparnaði þess og skattar það niður í lægstu bætur.

Öyrkjar og Aldraðir þurfa að taka af skarið í samráði við þá sem hafa getu og vilja til að skipuleggja mótmæli á virkum dögum og má þar nefna sósíalistaflokkinn, Jæja hópinn, Skiltakarlana, Öryrkjabandalagið, ASÍ og fleiri sem áhuga hafa á að taka þátt í því að koma þessari ríkisstjórn frá.

Eru þeir hér með hvattir til að láta í sér heyra og byrja strax í þessari viku á mótmælunum sem við þurfum svo öll á að halda til að koma þessari gjörspillu stöðnunar og afneitunarstjórn Katrínar og Bjarna frá völdum.

Við hvetjum alla til að deila og hvetja fólk til að sameinast um að koma þessari ríkisstjórn frá völdum áður en hún veldur meiri skaða en orðið er eða það sem verra er, stuðlar að nýju efnahagshruni með aðgerðarleysi sínu og meðvirkni með gjörspillingaröflunum á íslandi sem víla ekki fyrir sér í geðveikisgræðgi sinni að setja landið á hausinn til að þeir geti hagnast sem mest sjálfir.

Áfram við öll sem eitt!

Skoðað: 1912

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir