Styrktarreikningur Ferðabæklingana

Skoðað: 3045

Þetta mun gerast þegar starfsgetumatið verður tekið upp á íslandi.
Nú þegar er þetta svona í þeim löndum sem það hefur verið tekið upp.

Búið er að opna styrktarreikning vegna hjólastólarallýs Maríönnu en eins og áður hefur komið fram er þessi ferð farin í minningu þeirra einstöku einstaklinga sem eru horfnir inn í sumarlandið á undanförnum árum.
Minningarsjóðurinn er ætlaður til kaupa á hjálapartækjum fyrir þá sem af einhverjum ástæðum fá synjun frá Tryggingastofnun Ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands eða þá vegna þess að þeir hafa ekki efni á að leigja þau tæki sem þeir þurfa til að komast ferða sinna eða kaupa.

Stjórnvöld á íslandi hafa hvað eftir annað sýnt og sannað, bæði í orðum og gerðum að þau vilja ekkert fyrir það fólk gera sem þarf að komast af á örorkubótum enda eru þær svo lágar að það er til háborinar skammar þegar fólk þarf að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða lyfjum þegar föst útgjöld hafa verið greidd um hver mánaðarmót.

Hér að neðan eru svo upplýsingarnar en það er Lísbet Unnur Jónsdóttir sem er skráð fyrir styrktarreikningnum.

Styrktareikningur Ferðabæklingana, fer til kaupa á hjálpartækjum fyrir þá sem fá ýtrekaðar hafnanir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem eiga að tryggja réttindi sjúklinga. Rnr. 515 -14 -2323 Kt. 220272-5409 Reiknigurinn er á nafni Lísebet Unnar Jónsdóttur.

Endilega deilið þessum upplýsingum sem allra víðast.

Skoðað: 3045

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir