Staurblindur Bjarni skilur ekki baun

Skoðað: 4183

Innviðir Sjálfstæðisflokksins.
Innviðir Sjálfstæðisflokksins.

“Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá”, hljómaði í auglýsingu frá Silla & Valda á sínum tíma þar sem þeir auglýstu í verslun sinni ferska ávexti, mun ferskari og betri en áður hafði þekkst á íslandi og gat fólk gengið að því vísu að þar voru gæðin höfð í fyrirrúm.
Í dag fer maður út í búð og hvort sem það er Krónan, Hagkaup, Bónus eða okurbúllan, Nettó, þá leitun að því að finna æta ávexti og ferskt grænmeti.  Sjálfur hefur sá sem þetta skrifar oftar en ekki haft á tilfiningunni við grænmetis og ávaxtaborðin að hann sé staddur í ruslagámi viðkomandi verslunar frekar en grænmetis og ávaxtadeildinni.

Svipaða sögu má segja um íslenska stjórnmálaflokka og þá sér í lagi núverandi stjórnarflokka því ástand foristufólks þessara flokka má helst líkja við ruslagáma stórverslana þar sem vöruvalið stendur meira eða minna af rotnandi eða úldnu innihaldi og varla hæft sem dýrafóður, hvað þá heldur mannafóður.

Besta dæmið um þetta er frétt í Rúv í gær, 3. sept, þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því yfir að hann skilji ekkert í fylgistapi flokks síns því hagtölur sýni alveg bullandi uppgang í efnahagslífi þjóðarinar.
Kanski að “háttvirtur” fjármálaráðherra mundi skilja hlutina betur ef hann væri í einhverjum örlitlum tengslum við þjóðina og fólkið í landinu í stað þess sem hann er þekktastur fyrir, að tala niður til almennings með bullandi hroka og lítilsvirðingu í hvert sinn sem hann tjáir sig og eins ef hann hefði einhvern minnsta snefil af skilningi á kjörum þessa sama almennings sem hann ætlast þó til að fá atkvæði frá á kjördegi.

Fyrir það fyrsta væri náttúrulega að hætta að ljúga að almenningi.
Bara það að koma hreint fram og setja sig í spor fólksins í landinu væri stór framför hjá þessum yfirsnobbaða hrokagikk.
Annað væri þá líka að hann hætti að ætlast til þess að fólk komist af og geti lifað af tekjum sem hann sjálfur mundi ekki einu sinni treysta sér til að reyna að lifa af á og hefur sjálfur lýst yfir að hann gæti það ekki en hefur ekkert gert til að leiðrétta kjör þess sama fólks, aldraðara og öryrkja, heldur endalaust barið á þeim, hækkað skatta og álögur á þessa hópa meðan auðmenn og útgerðarmafían hefur fengið skattafslætti svo telur í tugum ef ekki hundruðum milljarða frá því núverandi stjórn komst til valda.

Nú er svo komið að eldri borgarar þessa lands eru svo illa settir að þeir hafa ekki lengur efni á mat eða lífsnauðsynlegum lyfjum og félag eldri borgara fær allt að 20 símtöl á dag frá fólki sem er að biðja um ráð og aðstoð.
Sumir eru í vandræðum vegna lyfjakostnaðar, aðrir vegna húsaleigu, kostnaðar við heyrnartæki eða önnur hjálpartæki svo nokkuð sé nefnt.

Hér er brot í frétt Ríkisútvarspsins.

Einn eldri borgari leyfði fréttastofu að skoða gögn um sig frá Tryggingastofnun. Samkvæmt þeim þá fær hann 140 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingstofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði líka eftir skatt. Tryggingastofnun hefur þá skert tryggingabætur hans vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóðnum. Samtals er hann því með 190 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þá peninga þarf hann að borga húsaleigu, mat, fatnað lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.s.frv.

Taka skal fram að hann er ekki talinn búa við sára fátækt.

Takið eftir niðurlaginu í innskotinu því þetta er samkvæmt útreikningum frá ríkinu.

Ætli þetta sé ekki helsta ástæða fylgishruns Sjálfstæðisflokksins. MYND: Gunnar Karlsson.
Ætli þetta sé ekki helsta ástæða fylgishruns Sjálfstæðisflokksins.
MYND: Gunnar Karlsson.

Það hlýtur að vera hverjum einasta einstaklingi algjörlega ljóst, sem er með fleiri en tvær virkar heilasellur, af hverju Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa fylgi.
Sú staðreynd að Bjarni segist ekki skilja það er að sjálfsögðu hauga lygi, því hann veit alveg upp á sig sökina og skömmina hvernig hann hefur komið fram og hagað sér í fjármálum landsins.
Sá aumingja og gunguskapur sem hann hefur sýnt í verkum sínum hvað eftir annað og logið svo upp í opið geðið á þjóðinni að hækkunn skatta á matvæli ásamt því að skera niður lögbundnar hækkannir til öryrkja og aldraðra ásamt því að halda niðri launum þeirra lægst launuðu meðan dekstrið við auðmenn þessa lands, tekjuhæstu einstaklingana ásamt útgerðarmafíunni er hin raunverulega ástæða fylgishruns Sjallana.

Almenningur er búinn að fá ógeð á svona stjórnmálum, lygapólitíkinni eins og rétt væri að kalla hana og vill fá heiðarlegt fólk og sannsögullt í stjórn landsins.  Fólk sem er óhrætt að taka á málunum með lýðræðislegum hætti í samstarfi með fólkinu í landinu.

Það er eitthvað sem Bjarni ekki skilur.

Skoðað: 4183

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir