Skilgreining á hræsni og hræsnurum
Skoðað: 3715
Við byrjum á því að vitna í og vísa í orðabók Árna Magnússonar til að fólk átti sig á því hvað hræsni er og hvernig hún er skilgreind.
Einnig hvernig sá einstaklingur sem flokkast sem hræsnari er skilgreindur.
Hræsni er:
það að þykjast vera betri eða göfugri en maður í raun er, t.d. með því að fordæma e-ð í fari annars sem maður gerir sjálfur.
sá eða sú sem þykist vera fullur dyggða og manngöfgi.
Núverandi fjármálaráðherra er hræsnari og það er staðfest með vísan í hans eigin orð og gerðir.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata rak þetta beint framan í Bjarna Ben í gær, þann 7. mars í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnum sem varð til þess að Bjarni stökk upp á nef sér og ásakaði þingmann Pírata og reyndar flokkinn allann í hæðnistón að það yrði ekki annað sagt um Pírata en að þeir færi umræðuna á þingi á hærra og hærra plan.
Þegar menn eru ekki bornir þeim sökum að hafa beinlínis stolið af almannafé eru þeir kallaðir hræsnarar. Þingmaður var auðvitað ekki að gera neitt annað en að segja að fjármálaráðherrann væri hræsnari eftir að hafa kokkað upp þau ósannindi að ráðherrann hefði lagt eitthvað til varðandi eigin laun.
Þessi framkoma Bjarna og hvernig hann talar alltaf niður til annara með hroka og lítilsvirðingu er nákvæmlega það sem dregur virðingu fyrir alþingi niður og ekki bæta ósannindi hans, útúrsnúningar og oftar en ekki hreinar lygar úr hjá honum því hann sjálfur ber nákvæmlega enga virðingu fyrir alþingi, þingsköpum, heiðarleika, sannsögli eða réttlæti.
Að tuddast áfram í frekjukasti, tala niður til annara og haga sér eins og versti einræðisherra er eitthvað sem hann hefur sýnt þjóðinni aftur og aftur.
Jón þór gerir þessu góð skil á bloggsíðu sinni og þar eru einnig tenglar sem staðfesta það sem Jón segir í ræðustól Alþingis.
Það þarf ekkert að rífast um þetta eða ræða þetta meira svo stuðningsfólk Sjallamafíunnar og Bjarna hræsnara getur sleppt því að reyna að bera í bætifláka eða verja þennan siðblinda drullusokk.
Það er komin tími til að safna saman ræðum, staðhæfingum og skrifum Bjarna frá því árið 2013 og gera úr því heimildarmynd um hvernig algjörlega siðblindur og óheiðarlegur raðlygari, svikari og hræsnari kemst aftur og aftur að sem ráðherra á alþingi íslendinga bara til þess að koma eigum ríkisins í hendur ættingja sinna, vina og flokksfélaga.
Sú mynd sem fylgir þessum pistli og er teiknuð af Gunnari Karlssyni, lýsir hvað allra best hvaða hug Bjarni Ben ber til aldraðra og öryrkja á íslandi enda hefur hann ítrekað svikið þá hópa um réttmætar launahækkannir en í skjóli embættis síns, stelur af þeim tugum milljarða á hverju ári með því að stela af þeim lífeyrissjóði þeirra í formi skerðinga á almannatryggingum.
Það væri mikill kostur að setja saman nefnd erlendra sérfræðinga sem færu yfir allar embættisfærslur Bjarna og tækju saman hvað oft hann hefur logið í pontu alþingis að þjóð og þingi og hvað hann hefur oft veifað framan í almenning upplognum tölum úr excelskjölum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
Það þarf einfaldlega að koma þessum manni frá völdum ásamt þeirri glæpamafíu sem hann er í forsvari fyrir.
Á því leikur engin vafi.
Skoðað: 3715