Sjómenn hvattir til að senda inn sögur af spillingu og hótunum sem þeir verða fyrir

Skoðað: 2630

Það hefur lengi loðað við sjómannsstéttina að þeir séu hlunnfarnir á einn eða annan hátt af eigendum útgerða í landinu og þeim sé hótað því leynt og ljóst að kvarti þeir yfir kjörum sínum eða hlutskipti þá missi þeir plássið og það verði komið algjörlega í veg fyrir að þeir geti nokkurn tíma aftur stundað sjómennsku því samráð útgerðana sé það mikið að þar séu svartlistar yfir þá einstaklinga sem eru “óþægilegir” útgerðunum.

Einhver frægasti og aflamesti skiptstjóri landsins hefur sagt margara sögur af því hvernig honum var bolað úr starfi þegar hann fór að tala um það opinberlega hvað það væri mikil spilling í sjávarútveginum og endað með því að hann fékk hvergi vinnu, hvorki á sjó né á landi og endaði með því að hröklast úr landi svo hann gæti séð fyrir sér og sínum.

Við erum að tala um Óla “ufsa” Jónsson sem lengi vel var skiptstjóri á aflahæstu skipum landsins og skilaði hvað mestum verðmætum inn í þjóðarbúið en af því hann gat ekki haldið kjafti þá var hann rekinn og vandlega passað upp á að hann fengi hvergi pláss á íslandi og þegar hann hélt áfram að tjá sig var því komið svo fyrir að það endaði með því að hann fékk hvergi vinnu á íslandi.
Harður andstæðingur kvótakerfisins og hefur barist gegn því frá 1984.  Versta mein Islands fyrr og síðar.  Aðeins tvennt sem fær menn til að mæla með kvótanum.  Annars vegar heimska og hins vegar græðgi!

Björn Leví Gunnarsson hefur opnað á vefsíðu þar sem allir geta lagt inn sögur af spillingu, hótunum eða hverju eina sem þeim dettur í hug varðandi spillingarmál og eru sjómenn sérstaklega hvattir til að skrá sína reynslu af spillingu, hótunum um atvinnumissi eða hvaðeina sem þeir hafa reynslu af og er hægt að gera það nafnlaust og án þess að hægt sé að rekja það til viðkomandi.

Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem því er komið þannig fyrir að sjómenn geta óhræddir lagt inn sínar sögur og reynslu af því hvernig ógnarstjórn sjómenn lifa við og hvernig brotið er á þeim hvern einasta dag ársins af útgerðar”greifum” landsins.

 

Skoðað: 2630

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir