Sannleikanum og siðferðinu fórnað á altari græðgi og lyga

Skoðað: 3665

Sýn auðvaldsins á almenning.

Hvernig væri ástandið ef engin væru verkalýðsfélögin á Íslandi og aldrei hefðu verið verkföll á síðustu 120 árum?
Svarið er ekki flókið því þá væru engar vinnudeilur eða verkföll.
Það væri heldur ekkert verkafólk, fiskvinnslufólk, byggingaverkamenn, iðnmenn, bílstjórar, málarar eða píparar svo fátt eitt sé nefnt því það væri þá aðeins tvær stéttir á íslandi.

Auðmenn sem ættu allt og þrælar sem ekkert ættu, ekki einu sinni sjálfa sig og væru upp á náð og miskunn eigenda sinna komnir sem litu á þrælana sem hver önnur húsdýr og gætu farið með þá eins og þeim sýndist.
Þegar svo þrællinn gerist seinn til vinnu með hækkandi aldri þá er hann leiddur norður fyrir gafl og skotin því það er peningasóun að því ala þræl, gefa honum að éta og láta hann taka upp pláss sem mundi nýtast betur undir yngri og frískari þræl.  Kanski son eða dóttur þess sem leiddur var norður fyrir gafl?

Þetta er sú sýn sem valdaelítan og auðmenn ásamt handbendum þeirra rúnka sér sem fastast yfir þessa dagana.
Þeir orga, grenja og barma sér yfir því almenningur vill fá mannsæmandi laun sem dugar fyrir nauðsynjum út mánuðinn og að börn þeirra fátækustu fái sömu tækifæri og börn hinna ríku.  Yfir þessu sjá auðmenn og stjórnmálaflokkar sem dekra við auðvaldið og elítuna algjörum ofsjónum.

Að skúringakellingin sem ekker er, skuli krefjast þess að vera bara í einni vinnu og geta rekið heimili á átta tíma vinnudegi?
Þvílík svívirða og óformskammlegheit í þessari kellingu sem ekkert er og á bara að halda kjafti, hlýða og gera það sem henni er sagt, annars getur hún fundið sér aðra vinnu.  En við, atvinnurekandinn, við ætlum að gera henni það ókleyft með því að setja hana á svartan lista hjá samtökum okkar.  Samtökunum sem við stofnuðum til að verja okkur og auðsöfnun okkar fyrir óþægum þrælum eins og þessari skúringarkellingu.

Og já!  Við ætlum líka að ljúga aðeins upp á hana líka.  Svona til að tryggja það að hún fái alls ekki vinnu aftur við þrif.
Við ætlum að segja að hún hafi verið hyskin, mætt illa og skúrað illa þar sem hún vann og það er ekkert sem hún getur gert til að sanna að það sé ekki satt sem við segjum því við höfum valdið með okkur og við getum gert og sagt það sem okkur sýnist.

Í dag höfum við sem betur fer verkalýðsfélög sem standa vörð um réttindi félgsmanna þeirra sem í þeim eru, þar með talið skúringakonunar sem í dag er að berjast við að reyna að láta enda ná saman á launum sem eru næstum helmingi of lág ef miðað er við reiknilíkön sem sett hafa verið upp til að reikna út hvað einstaklingur þar til framfærslu á mánuði og þá er húsnæðiskostnaður ekki reiknaður með í dæminu.

Aðalvandi verkafólks og verkalýðsfélaga í dag er sú sorglega staðreynd að þeim sem lægstar hafa tekjurnar er alltaf kennt um óstöðugleika í efnahagslífinu og hættu á verðbólgu ef laun þeirra hækka sem einhverju nemur og ástandið hefur aldrei verið verra en akkúrat núna þegar handbendi auðvaldsins stíga fram hver á fætur öðrum og skrifa lærðar greinar í fjölmiðla þess efnis að þjóðfélagið fari hreinlega á hliðina fá verklýðsskríllinn greidd mannsæmandi laun sem duga til framfærslu.

Auðvaldið hikar ekki við að falsa launatölur og kröfur til að blekkja almenning.

Svo langt seilast þessir pótintátar auðvaldsins að ljúga hreinlega upp tölum um laun upp á fátækasta fólkið sem vinnur mikilvægustu störfin og bæta svo enn í með því að ljúga upp kjarakröfum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum en eru kerfisbundið búnar til af samtökum sem kenna sig við atvinnurekendur til þess eins að ljúga, blekkja og komast hjá því að semja við verkalýðsfélögin en um leið halda þeir uppi gengdarlausum árásum á láglaunafólk og kenna því um viljaleysi til samning og að það sé þeim að kenna þegar allt stefnir í verkvöll í landinu.

Ekki bæta svo illa gerðir stjórnmálamenn ástandið með því að leggja fram skattalækkunartillögur sem þeir segja að eigi að koma þeim lægst launuðu best en þegar farið er að kafa í málið kemur sú staðreynd í ljós að meðan sá sem færr 800 þúsund til milljón í laun á mánuði fær skattalækkun upp á rúm 2% fá þeir sem eru frá 220 til 350 þúsund á mánuði aðeins rúmt 1% í lækkunn.

Ef til verkfalla kemur er ekki hægt að benda á verkafólk, einu sökudólgarnir eru atvinnurekendur sem bjóða launahækkanir sem viðheldur fátækt hjá verkafólki.
Ef til verkfalla kemur er það alfarið á ábyrgð atvinnurekanda. Sú krafa að verkafólki geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum er ekki bara eðlileg krafa heldur líka sanngjörn.

En það er nú svo að þegar hlutirnir eru skoðaðir í víðara samhengi en bara út frá því sem er að gerast á vinnumarkaðinum og þjóðfélaginu í dag, þá verður fólk að skoða sögu verkalýðsbaráttunnar á íslandi frá stofnun hennar enda var verkafólk algjörlega réttindalaust þó svo lög segðu til um að fólkinu skyldu greidd laun, þá voru sömu siðblindu aumingjarnir til þá alveg eins og nú sem svikust um að greiða laun eða greiddu laun langt undir því sem lögin sögðu til um því þeir drógu frá allt sem þeir gátu komist upp með, eins og fæði, klæði og húsnæði og jafnvel slit á verkfærum.

Það er ekkert nýtt það sem er að gerast á íslandi í dag.  Verkföll verða alltaf fyrirtækjaeigendum og atvinnurekendum að kenna því grenjandi úr frekju hika þeir ekki við að setja fram upplognar tölur um kröfur verklýðsins í fjölmiðla til að blekkja og ljúga að almenningi og þeir fjölmiðlar sem birta slíkt efni vitandi vits, eru alveg jafn sekir um að rækja ekki hlutverk sitt sem upplýsandi og sannleikselskandi fjölmiðill eins og siðblindinginn sem fær efnið birt athugasemdarlaust.

Því miður eru einstaklingar innan blaðamannastéttarinar á íslandi sem eru handbendi auðvaldsins og atvinnurekenda og selja sál sína og æru fyrir silfurpeninga til að þóknast þeim með því að skrifa nýð og lygar í garð verkalýðshreifinga og forsvarsmanna þeirra.  Svo eru því miður líka til innan raða verkafólks einstaklingar sem taka málstað siðblindingjana, auðvaldsins og illa gerðra stjórnmálamanna og ganga erinda þeirra í stað þess að standa með félögum sínum þegar og ef til verkafalla kemur.

Oftar en ekki sér maður á samfélagsmiðlum að fólk segir að verkföll skili engu og komi þeim sem fara í verkföll engu.  Þetta fólk hefur allt rangt fyrir sér því það þekkir ekki söguna og nennir ekki að kynna sér hana heldur blaðrar út í heimsku sinni og fáfræði einhverju sem það hefur ekki hundsvit á og verður svo brjálað þegar því er bent á staðreyndir og hvað verkföll fyrri áratuga hefur fært þeim í réttindi á vinnumarkaðinum í dag, eins og veikindaleyfi, sumarfrí, orlofsgreiðslur, slysabætur, vinnutíma, yfirvinnulaun og svo mætti lengi telja.

Það hefur engin harka eða raunveruleg verkalýðsbarátta verið í gangi á íslandi síðasta aldarfjórðung vegna þess að í stjórnum verklýðsfélagana hafa setið þægir hundsrakkar atvinnurekanda sem hafa bara hirt launin sín, sem eru í flestm tilfellum þrisvar sinnum hærri en laun hins almenna félagsmanns og ekkert gert til þess að bæta kaup og kjör verkafólks og félaga stéttarfélagana.

Í dag standa íslendingar með gríðarlega öflugt fólk í stjórnum stæðstu verkalýðsfélagana því þar inni hafa orðið hallarbyltingar sem hafa velt úr sessi algjörlega óhæfu fólki sem gerði ekki neitt fyrir sína félagsmenn og því horfum við upp á skjálfandi auðvaldið grenjandi úr frekju og hræðslu við þessa verkalýðsforingja því þeir vita að nú verður farið í hart til að bæta kjör þeirra sem hafa verið snuðaðir síðustu 25 árin um sanngjörn laun.

En meðölin sem eru notuð að auðvaldinu eru ekki falleg eins og sést á þeim greinum og pistlum sem hundsrakkar þeirra hafa skrifað og falsaðar tölurnar sem samtök arðræningja hafa dælt út í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum en sýna og sanna hvað auðmannselítan er orðin örvæntingarfull í baráttunni við að halda sínu, öðlast meira og það á kostnað þeirra sem minnst hafa.

Þetta verður ekki lengra í bili en við öll skulum hafa það hugfast að auðvaldið og peningaelítan með sjáflstæðisflokkinn í fararbroddi mun ekki hika við að nota allar lygar, svik og pretti til að halda almenningi óupplýstum og þeir munu heldur ekki hika við að falsa tölur um laun í dag og tölur um kröfur stéttarfélaga til að ná sínu fram sem er að halda almenningi í fjötrum fátæktar um ókomna framtíð.
Siðblinda, óheiðarleiki, fréttafalsanir og margt fleira er það sem þarf að hafa augu og eyru með og tortryggja allar upplýsingar sem koma frá því sem kalla má óvini og andstæðinga vinnandi fólks á íslandi.

Skoðað: 3665

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir