Samt gerum við ekkert!

Skoðað: 2065

Kristófer Máni Hraundal sendi okkur þessar hugleiðingar sínar og það verður að segjast eins og er að því miður hefur hann að öllu leiti rétt fyrir sér hvað þetta varðar.

Kristófer Máni Hraundal.

Það er eitthvað skítapakk sem þykist ráða hér okkar landi sem er Ísland .
Það hefur skolast eitthvað til í kollinum á alþingi að það ráði hvort við yfir höfuð að fáum aðgang að okkar eignum eða hvort við fáum yfir höfuð að lifa mannsæmandi lífi.
Við verðum að setja reglur á alþingi að það megi enginn vera atvinnupólitíkus.  Þetta fólk á alþingi veldur meiri skaða en bata.

Er ekki komið nóg ?

Flokkar fá greiðslur úr ríkissjóð sem er þjófnaður!
Bönnum peningagreiðslur til flokka!
Bönnum ofurlaun til alþingismanna og allar þær hækkanir sem þetta sjálftökupakk er að greiða sjálfum sér.
Þetta pakk er í miklum minnihluta þjóðar okkar og við eigum að segja stopp á þennan viðbjóð!
Við getum öll lifað hérna góðu lífi án þess að hafa eina ríkisstofnun sem gerir ekkert annað en að maka krókinn fyrir sjálfa sig og hefur lögregluna til að bæla niður almúgann!

Þetta er það sama og er að gerast út um allan heim.
Ógeðslegt fyrirkomulag að ákveða líf okkar fyrirfram.
Hugsið hver stjórnar fjármálamörkuðum heimsins.
Við vitum það öll samt gerum við ekkert!

Það er álit okkar hér á Skandall.is að stjórnmálamenn eiga að þjóna almenningi í landinu, hafa hag fólksins að leiðarljósi en ekki vera málpípur auðvalds og stórútgerða né heldur erlendra auðhringa eða sérhagsmuna þeirra sjáfra, fjölskyldna, vina eða ættingja.  Stjórnmálamaður sem þannig hagar sér er ekki að sinna skyldum sínum við land og þjóð.

Skoðað: 2065

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir