Samherjarráðherrann burt á stundinni

Skoðað: 1900

Flugumaður Samherja er sjávarútvegsráðherra á íslandi.

Eftir uppljóstranirnar í Kveik í kvöld ætti öllum að vera ljóst að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, handbendi Samherja og Þorsteins Más, er ekki lengur sætt sem ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og segi hann ekki sjálfviljugur af sér gerist aðeins tvennt.
Hann verður hreinlega rekinn eða stjórnin springur.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þingstörfum á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember því þetta er mál sem þolir enga bið og þingheimur verður að fara hratt í aðgerðir og það sem verra er fyrir ráðherra og þingmenn, nú þurfa þeir að axla þá ábyrgð sem þeir hafa hunsað síðustu áratugi varðandi kvótakerfið.

Þeir sem ekki sáu þáttinn geta smellt hérna og horft á hann.

Skoðað: 1900

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir