Ríkisstjórnin er fallin á prófinu
Skoðað: 1580
Katrín Baldursdóttir skrifar á fésbókarsíðu Sósíalistaflokksins.
Ríkisstjórnin er fallin í fyrstu prófunum í Samherjamálinu.
í fyrsta lagi situr Kristján Þór ennþá í stóli sjávarútvegsráðherra.
Í öðru lagi hefur ríkisstjórnin fellt allar tillögur um að auka fjárheimildir til Héraðssaksóknara og Skattrannsóknarstjóra til þess að embættin geti rannsakað málið af einhverri alvöru. Það liggur fyrir að öll skrifborð, skúffur og hillur hjá þessum embættum eru nú þegar fullar af óleystum málum vegna fjárskorts.
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í hádegisfréttum RUV að alltof fáir væru að vinna í efnahagsbrotum vegna þess að embættin eru svo fáliðuð. Og sagði jafnframt að það kæmi auðvita sumum til góða.
Auðvita er gott fyrir spillta efnahagsbrotamenn að hafa svo fjársvelt eftirlitsembætti að máli dagi bara uppi.
Já eða falli á tíma.
Bara fyrnist.
Að þessu sögðu getur ekki annað verið en að stjórnmálaelítan sé viðriðin svona efnahagsbrotamál með einhverjum hætti.
Samherjamálið núna er mjög gott dæmi um hvað hagsmunir útgerðarinnar og spillingin þar er samofin hagsmunum stjórmálamanna og stjórnkerfinu í heild.
Skoðað: 1580