Reynslan af starfsgetumati öryrkja í Evrópu
Skoðað: 2663
Við höfum bætt við nýjum flokki hér á Skandall.is þar sem við, og lesendur okkar,(vonandi), ætlum að fara í það verkefni að safna saman fréttum af málefnum öryrkja erlendis og þá sérstaklega á norðurlöndunum en einnig í Evrópu allri þar sem við höfum aðgang að þeim upplýsingum, um hvernig starfsgetumati öryrkja er háttað og hvaða afleiðingar það hefur haft á viðkomandi einstaklinga sem hafa gengist undir slíkt mat.
Við erum með fésbókarsíðu þar sem við setjum inn fréttir af slíkum málum með lauslegum þýðingum og hvetjum alla til að taka þátt í því verkefni að upplýsa og fræða almenning, stjórnmálafólk og síst okkur sjálf um þær skelfilegu afleiðingar sem starfsgetumatið hefur haft á líf öryrkja í þeim löndum sem það hefur verið tekið upp.
Ísland verður engin undantekning þegar kemur að starfsgetumati fyrir öryrkja því reglan er sú í íslenska stjórnkerfinu að skila frá sér hálfköruðu rusli sem ekki nokkur einasta leið er að vinna eftir með skilvirkum eða heiðarlegum hætti.
Því miður.
Sem dæmi er mjög algengt að þeir sem sjá um starfsgetumatið lesa ekki læknaskýrslur eða skýrslur sérfræðinga og eins er mjög algengt að það er ekki einu sinni rætt við þá einstaklinga sem á að meta heldur bara skellt á viðkomandi einstaklinga 75% starfsgetu jafnvel þó viðkomandi sé algjörlega og gjörsamlega ósjálfbjarga og samkvæmt sérfræðingum með 0% starfsgetu.
Það sem er líka hvað sorglegast við þetta allt saman er síðan það að sá sem kallaður er í starf samkvæmt mati, og þess eru óteljandi dæmi, hafa vegna fötlunar sinnar orðið að neita viðkomandi starfi, er í kjölfarið sviftur þeim bótum sem hann hefur fengið þangað til hann samþykkir að taka því starfi sem hann hefur verið neyddur til að fara í.
Það eru dæmi um að fólk í hjólastól hafi verið sent í vinnu við umönnunarstörf á elliheimilum, á sjúkrahúsum og fleiri stöðum þar sem líkamlegs styrks er krafist og fólk sé í raun með fulla starfsorku til að lyfta sjúku og öldruðu fólki til að sinna því.
Þessar stofnanir hafa því þurft að kalla inn þá sem unnur starfsgetumatið til að koma þeim í skilning um að viðkomandi öryrki hafi ekki getu til að starfa þar og þá þarf að byrja allt ferlið upp á nýtt.
Dæmin eru óteljandi og afleiðingarnar því miður þær að tugþúsundir öryrkja hafa séð sér þá einu leið færa að taka líf sitt í kjölfar starfsgetumatsins því mannvonskan og illskan sem fylgir því að láta algjörlega sálarlausa og heilalausa einstaklinga sjá um slíkt mat þar sem ekkert mark er tekið á skýrslum lækna eða sérfræðinga og dagsskipunin er bara sú frá yfirstjórn Tryggingastofnanna og ráðherrum sem yfir málaflokkunum eru, að halda fjölgun öryrkja niðri með öllum tiltækum ráðum, jafnvel falsa starfsgetu einstaklinga þannig að þeir séu vinnufærir að þrem fjórðu þó starfsgetan sé nákvæmlega engin.
En af hverju að fjalla um þessi erlendu málefni öryrkja?
Kemur okkur íslendingum þetta eitthvað við?
Já okkur kemur þetta svo sannarlega við og þurfum að sýna og sanna hvernig farið er með öryrkja erlendis í starfsgetumatinu sem kostar þúsundir mannslífa á hverju ári því stjórnvöld á íslandi ætla sér, hvað sem tautar og raular að koma starfsgetumati öryrkja á koppinn á íslandi þrátt fyrir að um alla evrópu sé búið að sýna fram á að þetta er bæði óréttlátt kerfi sem mismunar fólki gríðarlega og í mörgum tilfellum sviftir það þeim bótum sem þeir eiga rétt á sem aftur verður til þess að fólk gefst upp og fyrirfer sér.
Það er staðreynd.
Íslenskir öryrkjar verða að taka sig á og hætta að berjast innbyrgðis og vinna hver gegn öðrum eins og því miður hefur verið raunin um langa tíð og fara að snúa bökum saman í því að verjast því að starfsgetumatið verði tekið upp á íslandi.
Það gengur ekki að vera að höggva hver í annan og gera fólki upp skoðanir eða rakka niður skrif þeirra og hugmyndir í þeim annarlega tilgangi að upphefja sjálfa sig.
Það gengur heldur ekki lengur að sjá einstaka öryrkja sífellt rakka niður þá sem tjá sig með orðum eins og; “hættu þessu væli!” eða; “þú ert svo feit/ur að það er augljóst að þú líður engan skort”.
Þeir öryrkjar sem haga sér svona gagnvart öðrum öryrkjum eiga hreinlega ekkert erindi í þá hópa sem snúa að málefnum öryrkja en eru best geymdir utan þeirra ef þeir geta ekki hagað sér almennilega og unnið með málefnum öryrkja í stað þess að vera sífellt á móti öllu og öllum sem eru þó að reyna að upplýsa, fræða og leggja til úrbætur á málefnum fatlaðs fólks.
Enn einu sinni ætla ég að biðla til ykkar að senda mér upplýsingar og efni til að nota hérna á þessum vef sem gætu orðið okkur til hagsbóta, frætt fáfróða um okkar málefni og útskýrt að örorka getur verið svo margskonar.
Einnig ef þið búið erlendis og þekkið til umræðna, frétta og pistlaskrifa í þeim löndum sem þið búið þá væri fengur að því enda er það staðreynd þegar upp er staðið að þetta er mál sem mun snerta okkur öll ef starfsgetumatinu verður komið á á íslandi og við þurfum öll að standa saman í því að koma í veg fyrir það.
Skoðað: 2663