Reiknimeistarinn Bjarni Ben komst að því að öryrkjar eru með um 700 þúsund á mánuði
Skoðað: 5542
Eftir umræður á Alþingi síðustu daga ætti fólk að vera orðið betur upplýst um hverslags ,,snillingur” Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er í hagstjórn og útreikningum um kjör almennings og þá sérstaklega um kjör aldraðra og öryrkja.
Málfflutningur hans útskýrði líka svolítið vel hvernig stendur á því að öll fyrirtæki sem hann og fjölskylda hans hefur rekið hafa orðið gjaldþrota eða fengið afskriftir upp á milljarða sem almenningur á íslandi hefur orðið borga eða, eins og upplýst hefur verið, 130 milljarðar. það er talan 130 með níu núllum fyrir aftan ef einhver skyldi ekki hafa gert sér grein fyrir því og alveg með ólíkindum að þessi maður skuli vera fjármálaráðherra íslands.
En aftur að kjörum öryrkja og fáránlegar reikniskúnstir fjármálaráðherra og enn furðulegri niðurstöður sem reiknimeistarinn fær út úr þeim.
Í andsvörum á alþingi síðasta miðvikudag, 14. nóv, komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að útgjöld á hvern öryrkja hefði aukist um 1,1 milljón á mánuði frá árinu 2010.
Ef við förum aftur til ársins 2010 sjáum við að heildarframlögin í almannatryggingum vegna þessa málaflokks voru á verðlagi dagsins í dag 40 milljarðar. Á næsta ári verða framlögin 70 milljarðar, fyrir hv. þingmann, 30 milljarða aukning á ársgrundvelli.
Hvað þýðir þetta í auknum bótarétti fyrir hvern og einn bótaþega? Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Hvers vegna stendur þá þessi hv. þingmaður hér og heldur því fullum fetum fram að þessi hópur hafi algerlega setið eftir? Tölurnar sýna allt annað.
Ég held að við ættum að fara að beina umræðunni aðeins meira inn á þær brautir í stað þess að vera hér með fullyrðingar sem standast einfaldlega ekki skoðun.
Þessir útreikningar Bjarna hafa kallað á sterk viðbrögð frá Öryrkjabandalaginu enda væri það hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár en það mundi þýða að öryrkjar væru, samkvæmt útreikningum Bjarna, með í kringum 700 þúsund krónur á mánuði í bætur.
Það er óhætt að fullyrða að þessi veruleiki Bjarna er ljósárum frá þeim raunveruleika sem öryrkjar búa við í dag.
Staðreyndin er nefnilega sú að flestir öryrkjar eru með örorkulífeyrisgreiðslur langt undir 300 þúsund krónum á mánuði, fyrir skatt. Einungis 29 prósent örorkulífeyrisþega fá 300 þúsund króna grunnframfærslu á mánuði sem náðist fram með gríðarlegum þrýstingi á stjórnvöld við gerð fjárlaga þessa árs. Sjö af hverjum tíu sitja enn úti í kuldanum.
Þá er bent á það í umsögn ÖBÍ við frumvarp til fjárlaga næsta árs, að kaupmáttur öryrkja hafi nær ekkert aukist á því tímabili sem ráðherrann talar um. Raunar hefur hann verið neikvæður megnið af tímabilinu, þar sem umrædd kaupmáttaraukning síðustu ára hefur ekki náð til örorkulífeyrisþega. Staðreyndin er sú að á árunum 2010 til 2017 hækkaði óskertur lífeyrir einungis um 74.383 kr. samanlagt á mánuði á meðan þingfararkaup hækkaði um 581.190 kr.
Fleiri fréttir frá ÖBÍ tengdar hér að neðan sem vert væri að lesa.
Skynsama fólkið
„Skertar bætur fram á grafarbakka“
„Get ekki hugsað mér að búa á Íslandi“
Aðgerðir – ekki bara umræða
Síðast en ekki síst má benda á þá fjölmörgu hópa á samfélagsmiðlum þar sem fólk ræðir saman um kaup sín og kjör og eins hópa þar sem fólk ræðir um sjúkdóma sína, bæði andlega og líkamlega.
Þegar kemur að umræðum um kvíða og þunglyndi sést vel hvernig slæmur efnahagur til langs tíma, félagsleg einangrun og stöðugar áhyggjur leiða til verri andlegrar heilsu og fólk festist í vítahring sem það kemst ekki út úr því það er enga hjálp að fá og lág laun og léleg kjör gera það að verkum að fólk sekkur dýpra og dýpra í þunglyndi þangað til það brotnar algjörlega andlega.
Birtingarmynd þess ástands er aukin tíðni sjálfsvíga.
Öll umræðan:
Skoðað: 5542