Ósannindi forsætisráherra varðandi kjör öryrkja
Skoðað: 3224
Það er sorglegt að þurfa að hlusta á forsætisráðherra landsins fara í ræðustól alþingis og fara með staðlausa stafi og ósannindi varðandi kjör öryrkja nú þegar allt er að lokast vegna veirufaraldursins sem ríður yfir heimsbyggðina en hún sagði orðrétt við fyrirspurn Halldóru Mogensen í morgun, 12 mars, að aðgerðir þær sem ríkisstjórn hennar fór í á síðasta ári varðandi lífskjarasamningana miðuðu að því að auka félagslegan stöðugleika því að efnahagslegur stöðugleiki getur ekki orðið án hins félagslega.
Það er alveg á hreinu að aðgerðir stjórnvalda verða að miða að því að tryggja félagslegt réttlæti alveg eins og þær hafa gert hingað til. Við skulum ekki gleyma þeim aðgerðum sem stjórnvöld réðust í fyrra í tengslum við lífskjarasamninga sem allar miðuðu að því að auka hér félagslegan stöðugleika með því að styrkja betur félagslegt húsnæði, breyta skattkerfinu, hækka barnabætur. Með öðrum orðum að auka félagslegan stöðugleika því að efnahagslegur stöðugleiki getur ekki orðið án hins félagslega.
Engin af þeim öryrkjum sem hafa tjáð sig um kjör sín síðan frá áramótum hafa séð neinar breytingar til hins betra á kjörum sínum fyrir utan þá hungurlús sem bættist við um áramótin, 3,2% hækkunin sem var rifin af þeim með hækkunum á hinum og þessum gjöldum hins opinbera auk heldur sem aðrar uppbætur lækkuðu í samræmi við hækkunn örorkubótana.
Fyrirspurn Halldóru og svör Katrínar má horfa og hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Skoðað: 3224