Ógeðslegt
Skoðað: 4599
Þriðju fjárlög þessarar ríkisstjórnar hafa nú litið dagsins ljós og þegar þau koma til framkvæmda á næsta ári er ljóst að fátækasta fólkið þarf enn að bíða réttlætisins sem Katrín Jakobsdóttir boðaði fyrir rúmlega tveimur árum í þrumuræðu sem færði henni og flokknum hennar stórsigur í síðustu kosningum en allt hefur verið svikið. Allt hefur þetta verið skrum, óheiðarleiki og lygar frá upphafi til enda og að horfa á þessa konu sitja með tuskudrusluna um hálsin í þingsal við atkvæðagreiðslu fjárlagana OG FAGNA EINS OG UM FÓTBOLTALEIK Í ENSKU DEILDINNI HEFÐI VERIÐ AÐ RÆÐA dró virðinguna fyrir henni algjörlega niður í svaðið og æruna með.
Í hvert sinn sem þetta gerðist þá kúgaðist ég dálítið en það gerðist líka svolítið annað hjá mér og sjálfsagt fleirum sem fylgdust með umræðunni. Við sáum hvernig æran og virðing almennings fyrir Katrínu Jakobsdóttur og þingmönnum Vinstri Grænna tálgaðist af þeim með hverri vandræðalegu fagni forsætisráðherrans eins og af trjábol í timburfræsara, og í hvert sinn bergmáluðu orð hennar frá því hún var í stjórnarandstöðu í höfðinu á mér og urðu hærri og hærri þar til endanleg niðurstaða lá fyrir um samþykkt fjárlagana en þau orð hennar voru að; „fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlæti.“
Þessi kona á ekkert eftir sem heitir mannorð eða æra og það getur engin heilvita maður eða kona borið virðingu fyrir svona fábjánahætti eins og Katrín sýndi af sér undir umræðum um fjárlögin fyrir árið 2020.
Þetta var bara ógeðslegt.
Skoðað: 4599